Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 19:20 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskaði verkalýðshreyfingunni til hamingju með samningana og fagnaði áherslu á strerkari tilfærlukerfi. Hún gæti hins vegar varla óskað ríkisstjórninni og fjármálaráðherra til hamingju. „Útgjaldahliðin er flott en það er engin fjármögnun. Við getum ekki annað en gagnrýnt það. Ekki bara út frá þensluáhrifum heldur ekki síður ráðrúmi ríkisins til að veita þjónustu þegar fram í sækir,“ sagði Kristrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði að ekki stæði til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda með skattahækkunum. „Er það gert með því að auka á hallann eingöngu? Nei. Er það gert með því að hækka alls konar skatta á sömu hópa og voru að ná saman í kjaraviðræðum til næstu fjögurra ára? Nei. Er hægt að fara í aðgerðir til að spara í kerfinu? Já,“ sagði fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði engan fyrirsjáanleika í aðgerðum stjórnvalda. „Síðan er blaðamannafundur núna við að kynna kjarasamningana og ekki talað skýrt um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna sína aðkomu. Það er svona uml um að það eigi að beita aðhald í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstri,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikla ánægju ríkja í samfélaginu með þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. Það væri helst að óánægju gætti hjá stjórnarandstöðunni. „Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Við munum kynna fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu. Við höfum talað algerlega skýrt. Þetta er okkar forgangsmál. Það er okkar forgangsmál að skapa hér forsendur til að unt verði að draga úr verðbólgu og að vextir verði lækkaðir,“ sagði forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Arnar Útlendingamál í ólestri En það var rætt um fleira í Alþingi í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stóð fyrir sérstakri umræðu um fíkniefnavanda þar sem heilbrigðisráðherra var til svara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hins vegar dómsmálaráðherra um útlendingamálin út frá meintri óstjórn í þeim málaflokki. Nú boðaði ráðherra enn eitt frumvarpið um útlendingamál þegar nýbúið væri að kynna einhvers konar heildaráætlun stjórnvalda í útlendingamálum. „Kostulegt plagg sem var þó kynnt með pompi og prakt á blaðamannafundi og snérist nú aðallega um að rekja óskalista Vinstri grænna um hvernig mætti auka þjónustu við hælisleitendur og auka aðdráttarafl landsins í þeim efnum auk hefðbundinnar froðu. En rétt í lokin var getið um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að klára nýtt lítið útlendingamál,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði undarlegt að formaður Miðflokksins gagnrýndi að loks væri búið að móta heildarstefnu í útlendingamálum. „Það er oft og iðulega sem gerðir eru fyrirvarar við stjórnarfrumvörp í þinglegri meðferð. Ég hef ekki áhyggjur af því að félagar mínir í Vinstri grænum muni ekki standa við þá vinnu sem þau hafa lagt heilmikla vinnu í. Ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í þessari heildarsýn sem kynnt var hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskaði verkalýðshreyfingunni til hamingju með samningana og fagnaði áherslu á strerkari tilfærlukerfi. Hún gæti hins vegar varla óskað ríkisstjórninni og fjármálaráðherra til hamingju. „Útgjaldahliðin er flott en það er engin fjármögnun. Við getum ekki annað en gagnrýnt það. Ekki bara út frá þensluáhrifum heldur ekki síður ráðrúmi ríkisins til að veita þjónustu þegar fram í sækir,“ sagði Kristrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði að ekki stæði til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda með skattahækkunum. „Er það gert með því að auka á hallann eingöngu? Nei. Er það gert með því að hækka alls konar skatta á sömu hópa og voru að ná saman í kjaraviðræðum til næstu fjögurra ára? Nei. Er hægt að fara í aðgerðir til að spara í kerfinu? Já,“ sagði fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði engan fyrirsjáanleika í aðgerðum stjórnvalda. „Síðan er blaðamannafundur núna við að kynna kjarasamningana og ekki talað skýrt um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna sína aðkomu. Það er svona uml um að það eigi að beita aðhald í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstri,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikla ánægju ríkja í samfélaginu með þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. Það væri helst að óánægju gætti hjá stjórnarandstöðunni. „Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Við munum kynna fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu. Við höfum talað algerlega skýrt. Þetta er okkar forgangsmál. Það er okkar forgangsmál að skapa hér forsendur til að unt verði að draga úr verðbólgu og að vextir verði lækkaðir,“ sagði forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Arnar Útlendingamál í ólestri En það var rætt um fleira í Alþingi í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stóð fyrir sérstakri umræðu um fíkniefnavanda þar sem heilbrigðisráðherra var til svara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hins vegar dómsmálaráðherra um útlendingamálin út frá meintri óstjórn í þeim málaflokki. Nú boðaði ráðherra enn eitt frumvarpið um útlendingamál þegar nýbúið væri að kynna einhvers konar heildaráætlun stjórnvalda í útlendingamálum. „Kostulegt plagg sem var þó kynnt með pompi og prakt á blaðamannafundi og snérist nú aðallega um að rekja óskalista Vinstri grænna um hvernig mætti auka þjónustu við hælisleitendur og auka aðdráttarafl landsins í þeim efnum auk hefðbundinnar froðu. En rétt í lokin var getið um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að klára nýtt lítið útlendingamál,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði undarlegt að formaður Miðflokksins gagnrýndi að loks væri búið að móta heildarstefnu í útlendingamálum. „Það er oft og iðulega sem gerðir eru fyrirvarar við stjórnarfrumvörp í þinglegri meðferð. Ég hef ekki áhyggjur af því að félagar mínir í Vinstri grænum muni ekki standa við þá vinnu sem þau hafa lagt heilmikla vinnu í. Ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í þessari heildarsýn sem kynnt var hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01
Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50