TF Besta á suðrænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 10:00 Opnuð hefur verið loftbrú fyrir TF-Besta yfir til Spánar Vísir Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna erlendis í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en ákvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar. Þór/KA: 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnarsson Norðankonur ætla að halda til Kanaríeyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, dvelja á Koala Garden sem er afar hentugt þar sem að æfingasvæði liðsins verður við hlið dvalarstaðarins. Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum Þór/KA hefur farið með himinskautum í Lengjubikarnum undanfarnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leikmannahópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar. Valur: 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Pétur Pétursson Íslandsmeistarar Vals munu yfir sex daga tímabil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina. Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego FH: 6. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson Lið svarthvíta liðsins í Hafnarfirði, FH, mun ekki fara út í æfingaferð erlendis fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi ákveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Stjarnan: 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Kristján Guðmundsson Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karlalið ÍA og Vestra hvað æfingaferð varðar. Stjarnan heldur til Íslendingaeyjunnar Tenerife um miðbik aprílmánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Caleta. Þar munu án efa nokkrir Íslendingar verða á þeirra vegi. Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Caleta á Íslendingaeyjunni Tenerife Breiðablik: 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Nik Chamberlain Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Breiðablik, mun ekki fara í æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir þetta tímabil. Í svari frá félaginu segir að æfingaferð hafi ekki hentað á þessum tímapunkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Chamberlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfingaáætlarnir liðsins. Keflavík: 8. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jonathan Ricardo Glenn Eftir upp og niður tímabil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Keflavíkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tímabil. Þar munu Suðurnesjakonur dvelja yfir viku tímabil. Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni Tindastóll: 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson Lið Tindastóls kom inn sem nýliði í Bestu deildina á síðasta tímabili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undirbúningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Torrevieja svæðinu á austurhluta Spánar. Fylkir: 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: Gunnar M. Jónsson Og líkt og Valskonur og lið Tindastóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Torrevieja svæðinu yfir sjö daga tímabil. Fylkir kemur inn sem nýliði í deildina þetta tímabilið eftir að hafa háð harða baráttu við lið Víkings Reykjavíkur um toppsæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis Þróttur R: 3. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Líkt og Breiðablik og FH mun lið Þróttar Reykjavíkur ekki halda út í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn hins reynslumikla Ólafs Kristjánssonar sem tók við þjálfarastöðunni af Nik Chamberlain sem hélt yfir til Breiðabliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Víkingur R: 1. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: John Andrews Spútniklið síðasta tímabils. Lið ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austurströnd Spánar. Þar munu Víkingskonur dvelja yfir viku tímabil á Cambrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Cambrils Park á Salou Besta deild kvenna Tengdar fréttir TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Þór/KA: 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnarsson Norðankonur ætla að halda til Kanaríeyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, dvelja á Koala Garden sem er afar hentugt þar sem að æfingasvæði liðsins verður við hlið dvalarstaðarins. Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum Þór/KA hefur farið með himinskautum í Lengjubikarnum undanfarnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leikmannahópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar. Valur: 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Pétur Pétursson Íslandsmeistarar Vals munu yfir sex daga tímabil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina. Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego FH: 6. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson Lið svarthvíta liðsins í Hafnarfirði, FH, mun ekki fara út í æfingaferð erlendis fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi ákveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Stjarnan: 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Kristján Guðmundsson Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karlalið ÍA og Vestra hvað æfingaferð varðar. Stjarnan heldur til Íslendingaeyjunnar Tenerife um miðbik aprílmánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Caleta. Þar munu án efa nokkrir Íslendingar verða á þeirra vegi. Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Caleta á Íslendingaeyjunni Tenerife Breiðablik: 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Nik Chamberlain Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Breiðablik, mun ekki fara í æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir þetta tímabil. Í svari frá félaginu segir að æfingaferð hafi ekki hentað á þessum tímapunkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Chamberlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfingaáætlarnir liðsins. Keflavík: 8. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jonathan Ricardo Glenn Eftir upp og niður tímabil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Keflavíkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tímabil. Þar munu Suðurnesjakonur dvelja yfir viku tímabil. Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni Tindastóll: 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson Lið Tindastóls kom inn sem nýliði í Bestu deildina á síðasta tímabili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undirbúningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Torrevieja svæðinu á austurhluta Spánar. Fylkir: 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: Gunnar M. Jónsson Og líkt og Valskonur og lið Tindastóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Torrevieja svæðinu yfir sjö daga tímabil. Fylkir kemur inn sem nýliði í deildina þetta tímabilið eftir að hafa háð harða baráttu við lið Víkings Reykjavíkur um toppsæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis Þróttur R: 3. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Líkt og Breiðablik og FH mun lið Þróttar Reykjavíkur ekki halda út í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn hins reynslumikla Ólafs Kristjánssonar sem tók við þjálfarastöðunni af Nik Chamberlain sem hélt yfir til Breiðabliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Víkingur R: 1. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: John Andrews Spútniklið síðasta tímabils. Lið ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austurströnd Spánar. Þar munu Víkingskonur dvelja yfir viku tímabil á Cambrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Cambrils Park á Salou
Besta deild kvenna Tengdar fréttir TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01