Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. mars 2024 10:00 Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Leigubílar Íslensk tunga Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun