Grímur leitar að bræðrum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 11:04 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vonast til að hafa uppi á bræðrum sínum. Vísir/Vilhelm Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, reynir þessa dagana að komast í samband við tvo karlmenn sem hann telur vera bræður sína. Hann biður alla sem hafa tengingar í Wales að deila FB-færslu sinni í þeirri von að hún nái til skyldmenna sinna. Grímur segist í færslunni hafa komist að því fyrri tólf árum að faðir hans væri ekki líffræðilegur faðir hans. Annað sjokk hafi verið handan við hornið þegar hann komst að því að líffræðilegur faðir hans væri ekki á Íslandi. Síðan þá hafi hann reynt að sætta sig við þá staðreynd en nú sé kominn tími til að bregðast við. Grímur segir í færslu sem hann hvetur til deilinga frá tveimur mönnum sem að líkindum eru bræður hans. Annars vegar Mark G. Parsons, fæddur 1958, og hins vegar Timothy C. Parsons fæddur 1960 í Pontypridd í Wales. Grímur segir að faðir þeirra, David Gwyn Parsons, fæddur 1. maí 1933 sé líffræðilegur faðir hans. „Ef upplýsingar mínar eru réttar lést hann árið 1981,“ segir Grímur sem hefur unnið töluverða vinnu við að rekja ættir sínar til Bretlandseyja eins og sjá má í færslunni að neðan. Þar má sjá myndir af bræðrunum. „Síðustu mánuði hef ég verið að reyna að rekja slóð þessa fólks, líffræðilegrar fjölskyldu minnar, en virðist kominn á endastöð. Því hef ég ákveðið að greina opinberlega frá leit minni í þeirri von að fólk í Wales eða annars staðar sé tilbúið að rétta mér hjálparhönd.“ Hann biður fólk með tengingar í Wales sérstaklega um að hjálpa við leitina að fjölskyldu sinni. Ekki stendur á viðbrögðum og hefur fjöldi Íslendinga með tengingar til Bretlandseyja tekið beiðninni vel. Wales Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Grímur segist í færslunni hafa komist að því fyrri tólf árum að faðir hans væri ekki líffræðilegur faðir hans. Annað sjokk hafi verið handan við hornið þegar hann komst að því að líffræðilegur faðir hans væri ekki á Íslandi. Síðan þá hafi hann reynt að sætta sig við þá staðreynd en nú sé kominn tími til að bregðast við. Grímur segir í færslu sem hann hvetur til deilinga frá tveimur mönnum sem að líkindum eru bræður hans. Annars vegar Mark G. Parsons, fæddur 1958, og hins vegar Timothy C. Parsons fæddur 1960 í Pontypridd í Wales. Grímur segir að faðir þeirra, David Gwyn Parsons, fæddur 1. maí 1933 sé líffræðilegur faðir hans. „Ef upplýsingar mínar eru réttar lést hann árið 1981,“ segir Grímur sem hefur unnið töluverða vinnu við að rekja ættir sínar til Bretlandseyja eins og sjá má í færslunni að neðan. Þar má sjá myndir af bræðrunum. „Síðustu mánuði hef ég verið að reyna að rekja slóð þessa fólks, líffræðilegrar fjölskyldu minnar, en virðist kominn á endastöð. Því hef ég ákveðið að greina opinberlega frá leit minni í þeirri von að fólk í Wales eða annars staðar sé tilbúið að rétta mér hjálparhönd.“ Hann biður fólk með tengingar í Wales sérstaklega um að hjálpa við leitina að fjölskyldu sinni. Ekki stendur á viðbrögðum og hefur fjöldi Íslendinga með tengingar til Bretlandseyja tekið beiðninni vel.
Wales Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira