Hefur alltaf verið með bullandi bíladellu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:01 Magnea Björg sér um þættina 0 upp í 100 sem fara í loftið á miðvikudagskvöld. Aron Gestsson Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. Hér má sjá stiklu úr þáttunum: Klippa: 0 upp í 100 Lék sér með bíla og bratz dúkkur Bílaáhugi Magneu kviknaði snemma. „Bæði pabbi og afi eru miklir bílakarlar þannig ég var mikið í kringum bíla á mínum yngri árum. Við pabbi vorum mjög dugleg að taka hringinn á bílasölum og skoða allt úrvalið. Ég átti líka endalaust af leikfangabílum og risa bílateppi þótt ég hafi líka verið mikið í bratz og barbie.“ Magnea bjó um árabil í Los Angeles en fyrsta heimsókn hennar þangað er henni afar minnistæð. „Þegar ég fór til Los Angeles í fyrsta skiptið með mömmu þá voru flest allar myndirnar sem ég tók í ferðinni af annað hvort pálmatrjám eða bílum sem ég sá á ferðinni, enda alveg sturlaðir bílar þar. Seinna með flyt ég til Los Angeles í skóla sem var algjör draumur og var mikið í kringum bíla þar en ég myndi segja að bíladellan hafi aukist mikið þar.“ Keyrði sturluð tryllitæki í Kaliforníu Þar fékk Magnea tækifæri til að keyra alls konar mjög fína bíla. „Eins og Lamborghini Aventador, Huracan og Urus, Rolls Royce Wraith, Ghost og Phantom Drophead, Ferrari California og 488, G Wagon, Mclaren 720s og fleiri sturluð tryllitæki. Þegar ég kem heim byrjaði ég að vinna í Heklu og fór að fræða mig um allt úrvalið sem er í boði hér heima, sem er endalaust.“ Hugmyndin að bílaþáttunum kviknaði í kjölfar fyrstu seríunnar af raunveruleikaþáttunum LXS. „Ketchup Creative, framleiðendurnir á LXS, komu með þá snilldar hugmynd að gera bílaþátt og ég var auðvitað til í slaginn, þar sem það hefur verið langþráður draumur. Allt ferlið í kringum þættina er búið að vera rosalega skemmtilegt enda snilldar teymi á bak við þá. Þetta er auðvitað búið að vera mikil vinna þar sem úrvalið á Íslandi er endalaust en það eru auðvitað ekki allir sem vilja sýna bílana sína í sjónvarpi.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Adrenalínið í botn Hún segir erfitt að segja til um hvað stendur upp úr eftir tökuferlið. „Hver þáttur er byggður öðruvísi upp en það var mjög gaman að kíkja í Kvartmíluklúbbinn í Hafnarfirði og kynnast starfseminni þar. Við tókum nokkra hringi á Radical, sem er sérsmíðaður breskur kappakstursbíll og svo fékk ég að race-a á litlum breyttum bíl sem var sjúklega skemmtilegt. Adrenalínið fór alveg í botn.“ En hver ætli sé hennar draumabíll? „Draumurinn væri að eiga einn Lamborghini Hurricán þar sem þar var alltaf minn uppáhalds bíll en ef ég ætti að kaupa mér bíl til þess að keyra um hér á Íslandi væri það annað hvort Skoda Enyaq RS eða að vera á vel breyttum og upphækkuðum Jeep Wrangler Rubicon.“ Fyrsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. 0 upp í 100 Bíó og sjónvarp Bílar Tengdar fréttir Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 4. september 2023 20:01 „Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 16. september 2023 07:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Hér má sjá stiklu úr þáttunum: Klippa: 0 upp í 100 Lék sér með bíla og bratz dúkkur Bílaáhugi Magneu kviknaði snemma. „Bæði pabbi og afi eru miklir bílakarlar þannig ég var mikið í kringum bíla á mínum yngri árum. Við pabbi vorum mjög dugleg að taka hringinn á bílasölum og skoða allt úrvalið. Ég átti líka endalaust af leikfangabílum og risa bílateppi þótt ég hafi líka verið mikið í bratz og barbie.“ Magnea bjó um árabil í Los Angeles en fyrsta heimsókn hennar þangað er henni afar minnistæð. „Þegar ég fór til Los Angeles í fyrsta skiptið með mömmu þá voru flest allar myndirnar sem ég tók í ferðinni af annað hvort pálmatrjám eða bílum sem ég sá á ferðinni, enda alveg sturlaðir bílar þar. Seinna með flyt ég til Los Angeles í skóla sem var algjör draumur og var mikið í kringum bíla þar en ég myndi segja að bíladellan hafi aukist mikið þar.“ Keyrði sturluð tryllitæki í Kaliforníu Þar fékk Magnea tækifæri til að keyra alls konar mjög fína bíla. „Eins og Lamborghini Aventador, Huracan og Urus, Rolls Royce Wraith, Ghost og Phantom Drophead, Ferrari California og 488, G Wagon, Mclaren 720s og fleiri sturluð tryllitæki. Þegar ég kem heim byrjaði ég að vinna í Heklu og fór að fræða mig um allt úrvalið sem er í boði hér heima, sem er endalaust.“ Hugmyndin að bílaþáttunum kviknaði í kjölfar fyrstu seríunnar af raunveruleikaþáttunum LXS. „Ketchup Creative, framleiðendurnir á LXS, komu með þá snilldar hugmynd að gera bílaþátt og ég var auðvitað til í slaginn, þar sem það hefur verið langþráður draumur. Allt ferlið í kringum þættina er búið að vera rosalega skemmtilegt enda snilldar teymi á bak við þá. Þetta er auðvitað búið að vera mikil vinna þar sem úrvalið á Íslandi er endalaust en það eru auðvitað ekki allir sem vilja sýna bílana sína í sjónvarpi.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Adrenalínið í botn Hún segir erfitt að segja til um hvað stendur upp úr eftir tökuferlið. „Hver þáttur er byggður öðruvísi upp en það var mjög gaman að kíkja í Kvartmíluklúbbinn í Hafnarfirði og kynnast starfseminni þar. Við tókum nokkra hringi á Radical, sem er sérsmíðaður breskur kappakstursbíll og svo fékk ég að race-a á litlum breyttum bíl sem var sjúklega skemmtilegt. Adrenalínið fór alveg í botn.“ En hver ætli sé hennar draumabíll? „Draumurinn væri að eiga einn Lamborghini Hurricán þar sem þar var alltaf minn uppáhalds bíll en ef ég ætti að kaupa mér bíl til þess að keyra um hér á Íslandi væri það annað hvort Skoda Enyaq RS eða að vera á vel breyttum og upphækkuðum Jeep Wrangler Rubicon.“ Fyrsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10.
0 upp í 100 Bíó og sjónvarp Bílar Tengdar fréttir Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 4. september 2023 20:01 „Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 16. september 2023 07:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 4. september 2023 20:01
„Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 16. september 2023 07:01