Hvað þolir þú mikið högg? Sandra B. Franks skrifar 19. mars 2024 09:00 Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar