Níu bónorðsbréf til sömu konunnar innblásturinn að nýjustu plötunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. mars 2024 23:34 Síðasta sólóplata Emilíu Torrini, Tookah, kom út árið 2013. Getty/Lorne Thomson Tónlistarkonan Emilíana Torrini stefnir á að gefa út sína fyrstu sólóplötu í tíu ár í júní. Innblásturinn að plötunni má segja að sé ævintýri líkastur en lögin á plötunni fjalla um níu bónorðsbréf sem móðir vinkonu hennar fékk á lífsleiðinni og fundust eftir að hún dó. Emilíana var gestur Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún nýju plötuna, söguna á bak við hana og listina. Hún segir þörfina til þess að gefa út nýja tónlist vera að spretta hjá henni á ný. Síðustu ár hefur Emilíana tekið að sér ýmis verkefni, þar á meðal var hún eitt tónskálda leiksýningarinnar Vertu Úlfur. „Ég hef aldrei verið eins pródúktív og núna. Ég er alltaf að semja. Þannig að það verða ábyggilega bara nokkrar í röð,“ segir Emilíana. Í fyrra gaf hún út plötuna Racing The Storm ásamt hljómsveitinni The Colorist Orchestra. Fundu níu bónorðsbréf eftir andlát Geraldine Emilíana segir að sólóplatan hennar komi út í júní. „Og er um konu sem heitir Miss Flower,“ segir hún. „Þetta er kona sem var mamma vinkonu minnar. Og þegar ég var að semja með manninum hennar úti í garði var ég stundum send upp í kokteil til mömmu hennar. Hún hét Geraldine og við kölluðum hana Mamaldine. Og var svona algjör týpa. Rosalega glamúrus, flott, bara ólýsanleg.“ Eftir að Geraldine dó segir Emilíana frá því að hafa farið til vinkonu sinnar að hjálpa til. „Við finnum þennan kassa með bréfum og það kemur í ljós að hún fékk níu bónorð.“ Hún hafi aldrei gift sig, verið einstæð móðir og karakter sem leitaði út fyrir kassann. Las bara eitt bréf í einu „Þegar ég finn fyrsta bréfið þá er það lag sem heitir Miss Flower. Og það er sem sagt smá hot bréf. Það er einn maður að ímynda sér að hún sé vín, og hvernig vín hún væri.“ Þá hafi hún reynt að hugga vinkonuna með því að spyrja hvort hún vildi koma inn í stúdíó að semja lag. „Svo fékk ég mjög mikið artistic lisence á það. Rampaði lagið mikið upp. Svo var ég alveg bara: Ó nei, fór ég of langt?“ Vinkonan hafi þá fullvissað hana um að mamma hennar hefði elskað lagið. „Ég las aldrei öll bréfin í einu. Það var alltaf bara eitt bréf í einu. Ég samdi sem sagt út frá því þannig að hver maður á í raun sitt lag,“ segir Emilíana. Hágrét þegar hún las síðasta bréfið Hún segir alls konar spooky vera í gangi í bréfunum. „Maðurinn sem var lengst í hennar lífi og tengdist henni djúpum böndum, hún skildi hann eftir á altarinu í endann. Alla leið þangað til hún dó voru þau mjög náin. Og það kemur í ljós að hann var njósnari. Og svo koma fullt af bréfum sem sýna það að hún hafi jafnvel líka verið svolítið djúpt sokkin í smá tíma.“ Í leyniþjónustu jafnvel? „Hver veit!“ Emilíana segist hafa verið í þrjú ár að vinna í lögunum á plötunni. „Þannig að ég fer svolítið mikið að lifa mig inn í þetta, og þetta verða svona svolítið parallel heimar. Þannig að þetta var bara stórkostlegt. Og ég grét svona horgrát þegar ég las síðasta bréfið,“ segir hún og hlær. „En svo ertu líka alltaf að fá bréf frá þessum mönnum. Þú ert aldrei að fá hennar rödd. Þannig að þetta var ofboðslega mikil fjársjóðskista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tónlist Ástin og lífið Bylgjan Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Emilíana var gestur Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún nýju plötuna, söguna á bak við hana og listina. Hún segir þörfina til þess að gefa út nýja tónlist vera að spretta hjá henni á ný. Síðustu ár hefur Emilíana tekið að sér ýmis verkefni, þar á meðal var hún eitt tónskálda leiksýningarinnar Vertu Úlfur. „Ég hef aldrei verið eins pródúktív og núna. Ég er alltaf að semja. Þannig að það verða ábyggilega bara nokkrar í röð,“ segir Emilíana. Í fyrra gaf hún út plötuna Racing The Storm ásamt hljómsveitinni The Colorist Orchestra. Fundu níu bónorðsbréf eftir andlát Geraldine Emilíana segir að sólóplatan hennar komi út í júní. „Og er um konu sem heitir Miss Flower,“ segir hún. „Þetta er kona sem var mamma vinkonu minnar. Og þegar ég var að semja með manninum hennar úti í garði var ég stundum send upp í kokteil til mömmu hennar. Hún hét Geraldine og við kölluðum hana Mamaldine. Og var svona algjör týpa. Rosalega glamúrus, flott, bara ólýsanleg.“ Eftir að Geraldine dó segir Emilíana frá því að hafa farið til vinkonu sinnar að hjálpa til. „Við finnum þennan kassa með bréfum og það kemur í ljós að hún fékk níu bónorð.“ Hún hafi aldrei gift sig, verið einstæð móðir og karakter sem leitaði út fyrir kassann. Las bara eitt bréf í einu „Þegar ég finn fyrsta bréfið þá er það lag sem heitir Miss Flower. Og það er sem sagt smá hot bréf. Það er einn maður að ímynda sér að hún sé vín, og hvernig vín hún væri.“ Þá hafi hún reynt að hugga vinkonuna með því að spyrja hvort hún vildi koma inn í stúdíó að semja lag. „Svo fékk ég mjög mikið artistic lisence á það. Rampaði lagið mikið upp. Svo var ég alveg bara: Ó nei, fór ég of langt?“ Vinkonan hafi þá fullvissað hana um að mamma hennar hefði elskað lagið. „Ég las aldrei öll bréfin í einu. Það var alltaf bara eitt bréf í einu. Ég samdi sem sagt út frá því þannig að hver maður á í raun sitt lag,“ segir Emilíana. Hágrét þegar hún las síðasta bréfið Hún segir alls konar spooky vera í gangi í bréfunum. „Maðurinn sem var lengst í hennar lífi og tengdist henni djúpum böndum, hún skildi hann eftir á altarinu í endann. Alla leið þangað til hún dó voru þau mjög náin. Og það kemur í ljós að hann var njósnari. Og svo koma fullt af bréfum sem sýna það að hún hafi jafnvel líka verið svolítið djúpt sokkin í smá tíma.“ Í leyniþjónustu jafnvel? „Hver veit!“ Emilíana segist hafa verið í þrjú ár að vinna í lögunum á plötunni. „Þannig að ég fer svolítið mikið að lifa mig inn í þetta, og þetta verða svona svolítið parallel heimar. Þannig að þetta var bara stórkostlegt. Og ég grét svona horgrát þegar ég las síðasta bréfið,“ segir hún og hlær. „En svo ertu líka alltaf að fá bréf frá þessum mönnum. Þú ert aldrei að fá hennar rödd. Þannig að þetta var ofboðslega mikil fjársjóðskista.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Ástin og lífið Bylgjan Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira