Innlent

Rúss­neska sendi­ráðið þakkar Ís­lendingum fyrir stuðninginn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flaggað var í hálfa stöng í dag í sorgarskyni.
Flaggað var í hálfa stöng í dag í sorgarskyni. Rússneska sendiráðið

Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust.

„Við erum niðurbrotin eftir skelfilega harmleikinn 22. mars í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu,“ segir í tilkynningu frá sendiráðinu á Facebook-síðu þess frá í dag.

Sendiráðið hefur komið upp rafrænni bók ætlaðri samúðarkveðjum. Það hvetur Íslendinga og aðra til að senda samúðarkveðjur á netfangið [email protected] og verður það hægt fram á mánudag.

Flaggað var í hálfa stöng við sendiráðið í dag.

„Við vottum fjölskyldum fórnarlambanna samúð okkar og óskum öllum hinum særðu fullum bata,“ skrifar sendiráðið.

„Við erum þakklát umhyggjusömu samlöndum okkar og Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni og hafa boðið einlægt fram stuðning sinn.“


Tengdar fréttir

Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu

Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters.

Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×