Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:41 Baldur Þórhallsson forsetarambjóðandi skýrði betur afstöðu sína til málskotsréttar forseta í færslu á Facebook í dag. Aðsend Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10