Níu svæði í Grindavík girt af Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 12:13 Ljóst er að lokanirnar hafa áhrif íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Grindavíkurbær Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira