Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2024 08:00 Sigurvin Samúelsson, alltaf kallaður Sukki, var greindur með 4.stigs krabbamein í fyrra. Síðan þá hefur hann farið í fimm aðgerðir á sex mánuðum, þar af eina í Svíþjóð, fengið tvö hjartaáföll og einn blóðtappa. Sukki segist ekki vita í dag hvort hann sé tifandi tímasprengja því í janúar kom í ljós að krabbameinið virðist hafa týnst. „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. „Fyrst sagði ég bara fokk! En síðan hugsaði ég um hvernig Stínu myndi bregða við.“ Enda ekki nema von því Kristín Snorradóttir sambýliskona hans, alltaf kölluð Stína, missti eiginmann sinn í september 2021. Hann hafði þá barist við krabbamein í 26 ár. Sukka var síðan sagt að hann væri með 4.stigs krabbamein. Það var erfitt að tilkynna börnunum það og frá því í mars í fyrra er hann búinn að fara í fimm aðgerðir á sex mánuðum. Þar af eina í Svíþjóð. Afleiðingar af lyfjameðferð hafa líka verið nokkrar; tvö hjartaáföll og einn blóðtappi. Í janúar fóru Sukki og Stína að hitta lækninn. Nú lágu fyrir nýjar niðurstöður úr myndatöku og satt best að segja, viðurkennir Sukki að hann hafi ekkert endilega verið neitt vongóður. En viti menn: Krabbameinið týndist,“ segir Sukki. Sukki var því settur í krabbameins- og lyfjafrí þar til um miðjan apríl. Þá fer hann aftur í rannsóknir sem munu skera úr um það hvort krabbameinið er enn týnt eða hvort það finnst á ný. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Sukki Sukki er fæddur þann 13.mars árið 1965 á Ísafirði. „Ég var á leiðinni á ball í Hnífsdal, oftast húkkaði maður bara far þangað því þetta eru nú ekki nema þrír kílómetrar. En í þetta sinn fékk ég far með rútu sem var að koma frá Súðavík. Þegar ég var spurður um nafn eins og alltaf var gert þá, svaraði ég ,,Sukki,“ því það var það fyrsta sem mér datt í hug,“ segir Sukki til útskýringar á því hvers vegna hann er aldrei kallaður neitt annað en Sukki. „Og þetta bara festist við mig.“ Sukki var 18 ára þegar þetta var, byrjaður á sjó en þegar hann horfir til æskunnar er þrennt sem hann nefnir sérstaklega: Fótbolti Skíði Skellinöðrur „Ég eignaðist auðvitað fyrstu skellinöðruna áður en ég fékk réttindi til þess. Það var árið 1979: Honda SS50,“ segir Sukki stoltur. Margt í tali Sukka er sérstaklega skemmtilegt. Og oft fyndið hvernig hann segir frá. „Ég á tvö og hálft systkini,“ svaraði hann til dæmis, aðspurður um systkinahópinn. Merkingin: Einn yngri bróðir, ein eldri systir og einn hálfbróðir. Sukki keyrir strætisvagn á Akureyri þar sem hann og Stína búa nú. Viku eftir að krabbameinið týndist var ég byrjaður að keyra aftur. Og ég finn alveg að hugarfarið hefur breyst. Áður átti ég það til að velta fyrir mér hvaða tilgangur væri í þessu: Að keyra svona hring eftir hring eftir hring. Í dag er viðhorfið allt annað. Ég er rosalega þakklátur fyrir það að vera að keyra.“ Enda ekki nema von því síðustu mánuði hefur Sukki og allt hans nánasta fólk, lifað lífinu í samræmi við það að hann væri með 4.stigs krabbamein. Sukki var lengi á sjó fyrir vestan en hann segir að fyrir tíma tryggingu fyrir sjómenn, gátu launin verið mjög lág þótt túrarnir væru langir. Til dæmis var hann eitt sinn í tvo mánuði í Smugunni þegar ekkert var fiskeríið. Launin fyrir tímabilið námu 420 þúsund krónur. Á sjó… En við skulum byrja á byrjuninni. Leiðin lá snemma á sjóinn hjá Sukka, eins og nokkuð algengt var fyrir hans kynslóð í sjávarplássum út á landi. „Það var mikill rígur á milli Ísafjarðar og Bolungavíkur en sá rígur var svo sem byrjaður að dala þegar ég var á djamminu, enda margir vinir mínir Bolvíkingar. Ég kláraði ekki einu sinni grunnskólann, hætti um áramót og fór að vinna í frystihúsi til að byrja með. Þá þegar var ég þó búinn að fara á sjóinn,“ segir Sukki og bætir við: „Ég fór fyrst á sjóinn 14 ára. Ætli það myndi ekki kallast barnaþrælkun í dag. Árið 1983 var ég komin á fast pláss á línubát. Það var róið á sumrin og síðan vann ég í beitingum á veturnar.“ Sukki segist hafa djammað mjög mikið. Og lengi. „Það var oft erfitt að vera á sjónum. Þó ekki sjóveiki en það svo sem fór ekkert vel í mann að mæta á þunnur. Því allt gekk þetta jú út á að komast í land og fara á djammið.“ Sukki er spurður um sjómennskuna á þessum tíma. Til dæmis þær sögusagnir um að sjómenn hafi setið saman við matborðið og horft á klámmyndir á spólum. „Tja, það var nú merkilega lítið um það,“ svarar Sukki. En kemur líka með sögulega skemmtilega skýringu. „Í kringum ’89-’90 var fólk farið að taka mikið upp af sjónvarpsefni fyrir sjómenn að taka með sér. Og þar sem Stöð 2 var byrjuð á þessum tíma líka, var nóg af sjónvarpsefni til að taka upp af báðum stöðvunum,“ segir Sukki og bætir við: „Fyrir utan það að löggan var auðvitað dugleg við að hirða klámmyndirnar af leigunum.“ Blaðamaður kinkar kolli honum til samlætis. Þó auðvitað engu nær. En sögulega skemmtilegar skýringar halda áfram hjá Sukka: „Það var ekki búið að lögleiða trygginguna þegar þetta var. Sem þýddi að tekjurnar náðu jafnvel ekki kennaralaunum. Lengsti túrinn sem ég fór í voru tveir mánuðir á frystitogara. Ég fékk 420 þúsund krónur útborgaðar því það var ekkert fiskerí í Smugunni á þessum tíma.“ Djammið hélt áfram að sögn Sukka. Sem þó róaðist eftir að hann fór í sambúð og eignaðist börn. „Þá sat ég meira bara heima og drakk, það voru ekki lengur þessi svakalegu djömm. Það var reyndar pöbb beint á móti þar sem við áttum heima um tíma og ég viðurkenni að maður kannski rétt skaust stundum yfir götuna og á pöbbinn þar. En þetta var ekki þetta rosalega flakk eins og áður þar sem menn jafnvel vöknuðu í Reykjavík, á Hvammstanga eða á Akureyri,“ segir Sukki en bætir við að hann sé nú ekki einn þeirra sem jafnvel átti það til að vakna á Spáni eða í Danmörku. Sukki eignaðist sitt fyrsta mótorhjól áður en hann fékk réttindi til þess sem unglingur. Í fyrra gaf Stína honum mynd í afmælisgjöf sem listakonan Karen málaði af hjólinu hans. Sjálf þekkti Stína mótorhjólasamfélagið líka því maðurinn hennar var mótorhjólalögga í tugi ára áður en hann lést. Krassaði andlega Sukki starfaði lengst af hjá sömu útgerðinni en árið 2005, hætti hann á sjó, tók meiraprófið og fór að keyra fyrir Eimskip á Ísafirði. Árið 2009 flutti Sukki með þáverandi sambýliskonu til Keflavíkur en Sukki á sex börn. „Eftir um þrjá mánuði fyrir sunnan krassaði ég andlega og fljótlega kom í ljós að bakið var ónýtt og ég settur á örörku,“ segir Sukki og bætir við: Ég var andlega búinn. Hafði svo lengi verið í löngum úthöldum og myndi lýsa þessu þannig að ég eiginlega fraus í starfi. Ég vann líka alltaf þannig að ég keyrði mig alltaf út og endaði því með að krassa. Ég hætti að vinna og byrjaði á endurhæfingarlífeyri en eftir að ég varð öryrki fór ég að drekka enn meir.“ Sukki sagði líka að álagið hefði alltaf verið viðvarandi. Á Ísafirði áttu hann og sambýliskonan húsnæði sem þau gátu ekki leigt og síðan var leigan dýr í Keflavík. „Þetta tók ágætlega á og ég brást við með því að bæta bara enn meir í drykkjuna.“ Það segir Sukki að hann hafi gert í um eitt ár en frá 17.október árið 2010, hefur Sukki verið edrú. Fórstu inn á Vog? „Nei, ég ákvað sautján ára að fyrr hætti ég að drekka en að fara inn á Vog eins og Pétur Kristjánsson heitinn sagði.“ Sukki fékk þó stuðning. Sérstaklega frá félögum sínum í mótorhjólasamfélaginu. Í dag er Sukki til dæmis meðlimur í mótorhjólasamfélagi sem heitir Sober-Riders. „Þetta byrjaði þannig að félagar mínir í klúbbnum sem ég var í, settu mig á þriggja mánaða skilorð. Ef mér tækist ekki að vera edrú í þessa þrjá mánuði, þá yrði ég rekinn úr klúbbnum,“ segir Sukki og bætir við: „Ég ætlaði því fyrst bara að gefa þessu þrjá mánuði. Þeir voru líka hreint helvíti. Síðan varð eitthvað til þess að ég ákvað að vera edrú aðeins lengur og aðeins lengur og svo framvegis. Eftir tvö ár gaf ég það loks út að ég væri hættur að drekka.“ Og við það hefur hann staðið. Eitt af því sem Sukki og Stína ákváðu eftir að Sukki greindist var að halda áfram að vera fyrst og fremst kærustupar. Ekki að hlutverk Stínu myndi breytast í ummönnunarhlutverk og hans að vera sjúklingur. Þá segir Sukki það hafa hjálpað mikið að vera með nokkuð svartan húmor og gera grín. Ástin og uppbyggingin Sukki hefur mikið lagt uppúr mótorhjólasamfélaginu sem hann segir líka afar góðan félagsskap að vera í. Þvert við þá ímynd sem sumir hafa á því samfélagi. „Við í Sober-Riders hjólum til dæmis saman reglulega. Sumir koma að sunnan, aðrir héðan af norðan, við hittumst á Laugarbakka í Miðfirði, borðum þar og gistum eina nótt,“ tekur Sukki sem dæmi. „Fjölskylduhátíð allra félaganna er þriðja helgin í júlí. Þá hittist haugur af hjólafólki og drekkur saman kaffi og með því frá fimmtudegi til sunnudags. Þessar hátíðir eru oftast haldnar í Þykkvabæ og þarna er ekkert vesen. Makar og börn og samfélag þar sem margir eru farnir að þekkjast,“ segir Sukki en þess má geta að á þessu ári fagna Sniglarnir 40 ára afmæli sínu. „Sniglarnir eru fyrir mótorhjólafólk það sama og FÍB er fyrir bifreiðaeigendur. Þetta er okkar hagsmunafélag,“ skýrir Sukki út. í raun FÍB hjólafólks, þetta er okkar hagsmunafélag,“ skýrir Sukki út. Árið 2014 flutti Sukki á Akureyri þar sem hann ungir hag sínum vel. „Ég er í 69% vinnu við að keyra strætó enda get ég fátt annað unnið þar sem bakið er í klessu.“ Sukki segist þó hafa reynt að vinna sitthvað annað en gefist upp á því. Að komast út úr því að vinna ekkert hafi þó verið mikill áfangasigur, það geri mikið fyrir heilsuna að reyna að starfa eins og hægt er þótt starfsgetan sé eitthvað skert miðað við það sem áður var. Sumarið 2022 varð Sukki síðan ástfanginn sem aldrei fyrr því þá lágu leiðir hans og Stínu saman. „Við erum reyndar banvæn blanda. Ég frá Ísafirði og hún Breiðhiltingur. Ef við myndum eignast barn saman yrði Pútín eins og kettlingur við hliðina á því,“ segir Sukki og skellir upp úr. En í einlægni segir hann síðar um ástina: „Ef ég á að vera hreinskilinn veit ég ekki hvar ég væri ef ég hefði hana ekki,“ segir Sukki einlægur. Og vísar þá ekki síst í stuðninginn sem Stína hefur veitt honum frá því að krabbameinið var fyrst tilkynnt. Á einum og hálfum stofuvegg prýðir einstakt smámótorhjólasafn þar sem sjá má yfir hundrað mótorhjól. Sukki segir mótorhjólasamfélagið afar góðan félagsskap að vera í. Þeir félagar hafi til dæmis hjálpað honum mikið að hætta að drekka á sínum tíma. Enda hefði hann ellegar verið rekinn úr klúbbnum. Að vera með krabbamein Sukki hafði glímt við einhverja magakrampa og bólgur í níu ár, sem leiddu til þess að hann fór í aðgerð. „Haustið 2022 fékk ég svo heiftarlega krampa í tvo daga í röð að Stína fékk nóg og ég endaði í sjúkrabíl. Var þó sendur heim og sagði sjálfur að ég væri bara góður.“ Þegar kramparnir héldu áfram, var á endanum tekin ákvörðun um aðgerð. Og það var í aðgerðinni sem krabbameinið í ristlinum kom í ljós. Þetta er 16.mars árið 2023, fyrir rétt rúmu ári síðan. Sukki vildi fyrir alla muni koma í veg fyrir að Stínu yrðu fréttirnar of þungbærar, of stutt væri síðan hún hefði misst sinn maka og barnsfaðir. Hann sendi henni því SMS. En einhvern veginn í helvítinu náði hún að lesa úr þeim, kom rakleiðis upp á spítala og spurði: Hvað í andskotanum gerðir þú af þér núna?“ Frá því um miðjan mars í fyrra er Sukki búin að fara í lyfjameðferðir, fimm aðgerðir, upplifa alls kyns veikindi og aukaverkanir og nokkrum dögum eftir að hann greinist, er ákveðið að senda hann til Svíþjóðar. „Þeir sáu fram á að aðgerðin sem ég færi í þar myndi hjálpa mér en til að einfalda lýsinguna á henni má segja að hún gangi út á að maður sé opnaður og hreinsaður með því að skola út og skafa meinið með lyfjum.“ Sukki og Stína fóru því til Svíþjóðar og höfðu það fínt. „Þeir sögðu að aðgerðin myndi taka svona 4-6 tíma en ég vaknaði samt tveimur tímum síðar. Því það sem kom í ljós þegar þeir opnuðu og fóru að hreyfa við draslinu í mér, fundu þeir krabbameinsfrumur í felum og mér var því bara lokað aftur og ég floginn heim.“ Með nýjar fréttir: Krabbameinið væri á 4.stigi. Sukki segir það hafa verið jafn skrýtna upplifun að heyra að hann væri með 4.stigs krabbamein og síðan að fá þær fréttir að krabbameinið fyndist ekki. Aftur er hann byrjaður að keyra strætó á Akureyri en hann segir viðhorfið sitt hafa breyst mikið. Hann sé til dæmis mjög þakklátur fyrir það að geta keyrt í dag, eitthvað sem honum stundum fannst frekar tilgangslaust áður. Góðu ráðin Það þekkja það því miður margar fjölskyldur á Íslandi að krabbamein í fjölskyldunni tekur á. Þótt meðferðir og úrræði séu allnokkur, þarf að takast á við rosalega margt. Tilkynna vinum og vandamönnum um veikindin og síðan að þrauka daglegt líf. Þótt Sukki sé ekki búinn að vera með krabbamein frá því í janúar, báðum við hann um að deila með okkur góðum ráðum: Hvað nýttist honum og Stínu best? „Við ákváðum strax að eiga þessar fréttir fyrir okkur og pósta engu á Facebook. Síðan fór ég að fá alls kyns skilaboð á Messenger og á endanum setti ég bara inn færslu þar sem ég sagði frá veikindunum og bað um að fá frið,“ segir Sukki sem dæmi um gott ráð. „Ég gat mikið talað við vini mína um veikindin og spurði meira segja í nokkur skipti hvor ég væri kannski að tala OF mikið um þau. En fékk þá bara svarið: Nei alls ekki, ef þér finnst þú þurfa að tala, talaðu þá,“ nefnir Sukki sem dæmi um hversu mikilvægur góður stuðningur vina getur verið. Í parsambandi luma þau skötuhjúin á ýmsu: Við ákváðum strax að vera fyrst og fremst kærustupar. Ekki að hlutverkið hennar myndi breytast í ummönnunarhlutverk og ég væri fyrst og fremst sjúklingur.“ Húmor og hlátur skiptir gífurlega miklu máli. „Við erum bæði með frekar svartan húmor og ef eitthvað er, varð hann jafnvel svartari á þessum tíma,“ segir Sukki og skellihlær. „Jafnvel svartari en Harlem.“ Þá segir Sukki það hafa hjálpað að fá aðstoð við að segja krökkunum frá. „Við töluðum við elstu og næstelstu dætur mínar. Síðan fékk ég mömmu þeirra fjögurra yngstu til að segja þeim frá.“ Stína talaði við sín börn og það sama gerði Sukki með mótorhjólasamfélagið: Hann bað vini sína um að segja frá. Sukki viðurkennir að mánuðirnir sem fylgdu í kjölfarið gátu verið upp og niður. „Ég fór aldrei í þunglyndi eða neitt þannig. En gat alveg átt erfiða daga. Þá gat það hjálpað mikið að við hreinlega gerðum bara svolítið grín af stöðunni.“ Eitt sem Sukki og Stína gerðu, mælir Sukki sérstaklega með. „Við fengum sálgæsluhjálp, töluðum við prest. Það hjálpaði mjög mikið og ég svo sannarlega mæli með því við alla sem fá krabbamein að fá fagaðstoð.“ Þá nýtti hann sér viðtöl hjá ráðgjafa Krabbameinsfélagsins. „Ég mætti þangað einu sinni í viku, síðan aðra hverja viku, sjaldnar núna en hún vill fylgjast með,“ segir Sukki. Sem bendir sjúklingum líka á mikilvægi þess að leyfa fólki að spyrja spurninga. „Þegar fólk spyr hvort það megi spyrja mig að einhverju svara ég bara: Ef ég get svarað þeim. Sem maður getur oft en ekki alltaf en sumt fólk er kannski með spurningar sem hefur legið á þeim lengi, vangaveltur sem því langar til að fá svar við og þá er bara gott að gefa því rými til þess ef þú getur.“ Sukki segir þreytu ákveðinn fylgifisk krabbameinsmeðferða. „Það er talað um krabbameinsþreytu og hún er viðbjóður að mér finnst. Jafnvel það versta við þetta.“ Þau Stína ræddu eitthvað dauðann en þó ekki þannig að Sukka fyndist hann virkilega fara í þær pælingar að mögulega væri hann að deyja. „En ég velti fyrir mér lögunum í jarðaförinni og svona,“ segir hann og kímir. Sukki segir hann og Stínu banvæna blöndu en viðurkennir þó í einlægni að hann geti ekki ímyndað sér hvernig hann hefði komist í gegnum síðustu mánuði ef ekki væri fyrir Stínu. Sukki mælir sérstaklega með að leita til fagaðila eftir aðstoð, til dæmis fóru hann og Stína til prests og fengu sálgæslu sem hjálpaði mikið. Að fá síðan þær fréttir í janúar að krabbameinið sé horfið, gerði hann þó eiginlega jafn hvumsa og fyrst þegar hann var greindur. Fréttirnar eru góðar en þó vill hann fara að öllu með gát. Þess vegna segi ég alltaf að krabbameinið hafi týnst. Því maður veit aldrei: Mun það blossa upp? Kannski er ég tifandi tímasprengja, ég hef ekki hugmynd um það. Ég vissi reyndar í janúar að það var margt búið að ganga ágætlega hjá mér. Ég hafði til dæmis ekkert verið að léttast. En þetta voru skrýtnar fréttir og fyrst vissi ég eiginlega ekki hvernig ég átti að vera.“ Þó er ljóst að Sukki er að upplifa þakklæti. „Áður var það til dæmis þannig í vinnunni að oft hafði ég velt fyrir mér hversu tilgangslaust þetta væri: Að keyra bara sama hringinn aftur og aftur. Í dag hvarfla ekki að mér svona hugsanir. Mér finnst bara frábært að vera að keyra!“ Sukki segist því ágætlega bjartsýnn og horfir jákvæðum augum á framtíðina. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki alveg kominn á þann stað að ég sé laus við meinið. Þótt ekkert hafi sést á myndunum. Mér fannst ég aldrei vera hræddur við dauðann en það er enginn sá súpermann að hræðast ekki neitt. Við erum öll mannleg og síðan er það líka bara það að við vitum aldrei hvað lífið ber í skauti sér. Ég var með 4.stigs krabbamein en samt sagði Stína oft við mig: „Heyrðu, ég gæti allt eins farið á undan þér.“ Það veit aldrei neinn hvað getur gerst…“ Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
„Fyrst sagði ég bara fokk! En síðan hugsaði ég um hvernig Stínu myndi bregða við.“ Enda ekki nema von því Kristín Snorradóttir sambýliskona hans, alltaf kölluð Stína, missti eiginmann sinn í september 2021. Hann hafði þá barist við krabbamein í 26 ár. Sukka var síðan sagt að hann væri með 4.stigs krabbamein. Það var erfitt að tilkynna börnunum það og frá því í mars í fyrra er hann búinn að fara í fimm aðgerðir á sex mánuðum. Þar af eina í Svíþjóð. Afleiðingar af lyfjameðferð hafa líka verið nokkrar; tvö hjartaáföll og einn blóðtappi. Í janúar fóru Sukki og Stína að hitta lækninn. Nú lágu fyrir nýjar niðurstöður úr myndatöku og satt best að segja, viðurkennir Sukki að hann hafi ekkert endilega verið neitt vongóður. En viti menn: Krabbameinið týndist,“ segir Sukki. Sukki var því settur í krabbameins- og lyfjafrí þar til um miðjan apríl. Þá fer hann aftur í rannsóknir sem munu skera úr um það hvort krabbameinið er enn týnt eða hvort það finnst á ný. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Sukki Sukki er fæddur þann 13.mars árið 1965 á Ísafirði. „Ég var á leiðinni á ball í Hnífsdal, oftast húkkaði maður bara far þangað því þetta eru nú ekki nema þrír kílómetrar. En í þetta sinn fékk ég far með rútu sem var að koma frá Súðavík. Þegar ég var spurður um nafn eins og alltaf var gert þá, svaraði ég ,,Sukki,“ því það var það fyrsta sem mér datt í hug,“ segir Sukki til útskýringar á því hvers vegna hann er aldrei kallaður neitt annað en Sukki. „Og þetta bara festist við mig.“ Sukki var 18 ára þegar þetta var, byrjaður á sjó en þegar hann horfir til æskunnar er þrennt sem hann nefnir sérstaklega: Fótbolti Skíði Skellinöðrur „Ég eignaðist auðvitað fyrstu skellinöðruna áður en ég fékk réttindi til þess. Það var árið 1979: Honda SS50,“ segir Sukki stoltur. Margt í tali Sukka er sérstaklega skemmtilegt. Og oft fyndið hvernig hann segir frá. „Ég á tvö og hálft systkini,“ svaraði hann til dæmis, aðspurður um systkinahópinn. Merkingin: Einn yngri bróðir, ein eldri systir og einn hálfbróðir. Sukki keyrir strætisvagn á Akureyri þar sem hann og Stína búa nú. Viku eftir að krabbameinið týndist var ég byrjaður að keyra aftur. Og ég finn alveg að hugarfarið hefur breyst. Áður átti ég það til að velta fyrir mér hvaða tilgangur væri í þessu: Að keyra svona hring eftir hring eftir hring. Í dag er viðhorfið allt annað. Ég er rosalega þakklátur fyrir það að vera að keyra.“ Enda ekki nema von því síðustu mánuði hefur Sukki og allt hans nánasta fólk, lifað lífinu í samræmi við það að hann væri með 4.stigs krabbamein. Sukki var lengi á sjó fyrir vestan en hann segir að fyrir tíma tryggingu fyrir sjómenn, gátu launin verið mjög lág þótt túrarnir væru langir. Til dæmis var hann eitt sinn í tvo mánuði í Smugunni þegar ekkert var fiskeríið. Launin fyrir tímabilið námu 420 þúsund krónur. Á sjó… En við skulum byrja á byrjuninni. Leiðin lá snemma á sjóinn hjá Sukka, eins og nokkuð algengt var fyrir hans kynslóð í sjávarplássum út á landi. „Það var mikill rígur á milli Ísafjarðar og Bolungavíkur en sá rígur var svo sem byrjaður að dala þegar ég var á djamminu, enda margir vinir mínir Bolvíkingar. Ég kláraði ekki einu sinni grunnskólann, hætti um áramót og fór að vinna í frystihúsi til að byrja með. Þá þegar var ég þó búinn að fara á sjóinn,“ segir Sukki og bætir við: „Ég fór fyrst á sjóinn 14 ára. Ætli það myndi ekki kallast barnaþrælkun í dag. Árið 1983 var ég komin á fast pláss á línubát. Það var róið á sumrin og síðan vann ég í beitingum á veturnar.“ Sukki segist hafa djammað mjög mikið. Og lengi. „Það var oft erfitt að vera á sjónum. Þó ekki sjóveiki en það svo sem fór ekkert vel í mann að mæta á þunnur. Því allt gekk þetta jú út á að komast í land og fara á djammið.“ Sukki er spurður um sjómennskuna á þessum tíma. Til dæmis þær sögusagnir um að sjómenn hafi setið saman við matborðið og horft á klámmyndir á spólum. „Tja, það var nú merkilega lítið um það,“ svarar Sukki. En kemur líka með sögulega skemmtilega skýringu. „Í kringum ’89-’90 var fólk farið að taka mikið upp af sjónvarpsefni fyrir sjómenn að taka með sér. Og þar sem Stöð 2 var byrjuð á þessum tíma líka, var nóg af sjónvarpsefni til að taka upp af báðum stöðvunum,“ segir Sukki og bætir við: „Fyrir utan það að löggan var auðvitað dugleg við að hirða klámmyndirnar af leigunum.“ Blaðamaður kinkar kolli honum til samlætis. Þó auðvitað engu nær. En sögulega skemmtilegar skýringar halda áfram hjá Sukka: „Það var ekki búið að lögleiða trygginguna þegar þetta var. Sem þýddi að tekjurnar náðu jafnvel ekki kennaralaunum. Lengsti túrinn sem ég fór í voru tveir mánuðir á frystitogara. Ég fékk 420 þúsund krónur útborgaðar því það var ekkert fiskerí í Smugunni á þessum tíma.“ Djammið hélt áfram að sögn Sukka. Sem þó róaðist eftir að hann fór í sambúð og eignaðist börn. „Þá sat ég meira bara heima og drakk, það voru ekki lengur þessi svakalegu djömm. Það var reyndar pöbb beint á móti þar sem við áttum heima um tíma og ég viðurkenni að maður kannski rétt skaust stundum yfir götuna og á pöbbinn þar. En þetta var ekki þetta rosalega flakk eins og áður þar sem menn jafnvel vöknuðu í Reykjavík, á Hvammstanga eða á Akureyri,“ segir Sukki en bætir við að hann sé nú ekki einn þeirra sem jafnvel átti það til að vakna á Spáni eða í Danmörku. Sukki eignaðist sitt fyrsta mótorhjól áður en hann fékk réttindi til þess sem unglingur. Í fyrra gaf Stína honum mynd í afmælisgjöf sem listakonan Karen málaði af hjólinu hans. Sjálf þekkti Stína mótorhjólasamfélagið líka því maðurinn hennar var mótorhjólalögga í tugi ára áður en hann lést. Krassaði andlega Sukki starfaði lengst af hjá sömu útgerðinni en árið 2005, hætti hann á sjó, tók meiraprófið og fór að keyra fyrir Eimskip á Ísafirði. Árið 2009 flutti Sukki með þáverandi sambýliskonu til Keflavíkur en Sukki á sex börn. „Eftir um þrjá mánuði fyrir sunnan krassaði ég andlega og fljótlega kom í ljós að bakið var ónýtt og ég settur á örörku,“ segir Sukki og bætir við: Ég var andlega búinn. Hafði svo lengi verið í löngum úthöldum og myndi lýsa þessu þannig að ég eiginlega fraus í starfi. Ég vann líka alltaf þannig að ég keyrði mig alltaf út og endaði því með að krassa. Ég hætti að vinna og byrjaði á endurhæfingarlífeyri en eftir að ég varð öryrki fór ég að drekka enn meir.“ Sukki sagði líka að álagið hefði alltaf verið viðvarandi. Á Ísafirði áttu hann og sambýliskonan húsnæði sem þau gátu ekki leigt og síðan var leigan dýr í Keflavík. „Þetta tók ágætlega á og ég brást við með því að bæta bara enn meir í drykkjuna.“ Það segir Sukki að hann hafi gert í um eitt ár en frá 17.október árið 2010, hefur Sukki verið edrú. Fórstu inn á Vog? „Nei, ég ákvað sautján ára að fyrr hætti ég að drekka en að fara inn á Vog eins og Pétur Kristjánsson heitinn sagði.“ Sukki fékk þó stuðning. Sérstaklega frá félögum sínum í mótorhjólasamfélaginu. Í dag er Sukki til dæmis meðlimur í mótorhjólasamfélagi sem heitir Sober-Riders. „Þetta byrjaði þannig að félagar mínir í klúbbnum sem ég var í, settu mig á þriggja mánaða skilorð. Ef mér tækist ekki að vera edrú í þessa þrjá mánuði, þá yrði ég rekinn úr klúbbnum,“ segir Sukki og bætir við: „Ég ætlaði því fyrst bara að gefa þessu þrjá mánuði. Þeir voru líka hreint helvíti. Síðan varð eitthvað til þess að ég ákvað að vera edrú aðeins lengur og aðeins lengur og svo framvegis. Eftir tvö ár gaf ég það loks út að ég væri hættur að drekka.“ Og við það hefur hann staðið. Eitt af því sem Sukki og Stína ákváðu eftir að Sukki greindist var að halda áfram að vera fyrst og fremst kærustupar. Ekki að hlutverk Stínu myndi breytast í ummönnunarhlutverk og hans að vera sjúklingur. Þá segir Sukki það hafa hjálpað mikið að vera með nokkuð svartan húmor og gera grín. Ástin og uppbyggingin Sukki hefur mikið lagt uppúr mótorhjólasamfélaginu sem hann segir líka afar góðan félagsskap að vera í. Þvert við þá ímynd sem sumir hafa á því samfélagi. „Við í Sober-Riders hjólum til dæmis saman reglulega. Sumir koma að sunnan, aðrir héðan af norðan, við hittumst á Laugarbakka í Miðfirði, borðum þar og gistum eina nótt,“ tekur Sukki sem dæmi. „Fjölskylduhátíð allra félaganna er þriðja helgin í júlí. Þá hittist haugur af hjólafólki og drekkur saman kaffi og með því frá fimmtudegi til sunnudags. Þessar hátíðir eru oftast haldnar í Þykkvabæ og þarna er ekkert vesen. Makar og börn og samfélag þar sem margir eru farnir að þekkjast,“ segir Sukki en þess má geta að á þessu ári fagna Sniglarnir 40 ára afmæli sínu. „Sniglarnir eru fyrir mótorhjólafólk það sama og FÍB er fyrir bifreiðaeigendur. Þetta er okkar hagsmunafélag,“ skýrir Sukki út. í raun FÍB hjólafólks, þetta er okkar hagsmunafélag,“ skýrir Sukki út. Árið 2014 flutti Sukki á Akureyri þar sem hann ungir hag sínum vel. „Ég er í 69% vinnu við að keyra strætó enda get ég fátt annað unnið þar sem bakið er í klessu.“ Sukki segist þó hafa reynt að vinna sitthvað annað en gefist upp á því. Að komast út úr því að vinna ekkert hafi þó verið mikill áfangasigur, það geri mikið fyrir heilsuna að reyna að starfa eins og hægt er þótt starfsgetan sé eitthvað skert miðað við það sem áður var. Sumarið 2022 varð Sukki síðan ástfanginn sem aldrei fyrr því þá lágu leiðir hans og Stínu saman. „Við erum reyndar banvæn blanda. Ég frá Ísafirði og hún Breiðhiltingur. Ef við myndum eignast barn saman yrði Pútín eins og kettlingur við hliðina á því,“ segir Sukki og skellir upp úr. En í einlægni segir hann síðar um ástina: „Ef ég á að vera hreinskilinn veit ég ekki hvar ég væri ef ég hefði hana ekki,“ segir Sukki einlægur. Og vísar þá ekki síst í stuðninginn sem Stína hefur veitt honum frá því að krabbameinið var fyrst tilkynnt. Á einum og hálfum stofuvegg prýðir einstakt smámótorhjólasafn þar sem sjá má yfir hundrað mótorhjól. Sukki segir mótorhjólasamfélagið afar góðan félagsskap að vera í. Þeir félagar hafi til dæmis hjálpað honum mikið að hætta að drekka á sínum tíma. Enda hefði hann ellegar verið rekinn úr klúbbnum. Að vera með krabbamein Sukki hafði glímt við einhverja magakrampa og bólgur í níu ár, sem leiddu til þess að hann fór í aðgerð. „Haustið 2022 fékk ég svo heiftarlega krampa í tvo daga í röð að Stína fékk nóg og ég endaði í sjúkrabíl. Var þó sendur heim og sagði sjálfur að ég væri bara góður.“ Þegar kramparnir héldu áfram, var á endanum tekin ákvörðun um aðgerð. Og það var í aðgerðinni sem krabbameinið í ristlinum kom í ljós. Þetta er 16.mars árið 2023, fyrir rétt rúmu ári síðan. Sukki vildi fyrir alla muni koma í veg fyrir að Stínu yrðu fréttirnar of þungbærar, of stutt væri síðan hún hefði misst sinn maka og barnsfaðir. Hann sendi henni því SMS. En einhvern veginn í helvítinu náði hún að lesa úr þeim, kom rakleiðis upp á spítala og spurði: Hvað í andskotanum gerðir þú af þér núna?“ Frá því um miðjan mars í fyrra er Sukki búin að fara í lyfjameðferðir, fimm aðgerðir, upplifa alls kyns veikindi og aukaverkanir og nokkrum dögum eftir að hann greinist, er ákveðið að senda hann til Svíþjóðar. „Þeir sáu fram á að aðgerðin sem ég færi í þar myndi hjálpa mér en til að einfalda lýsinguna á henni má segja að hún gangi út á að maður sé opnaður og hreinsaður með því að skola út og skafa meinið með lyfjum.“ Sukki og Stína fóru því til Svíþjóðar og höfðu það fínt. „Þeir sögðu að aðgerðin myndi taka svona 4-6 tíma en ég vaknaði samt tveimur tímum síðar. Því það sem kom í ljós þegar þeir opnuðu og fóru að hreyfa við draslinu í mér, fundu þeir krabbameinsfrumur í felum og mér var því bara lokað aftur og ég floginn heim.“ Með nýjar fréttir: Krabbameinið væri á 4.stigi. Sukki segir það hafa verið jafn skrýtna upplifun að heyra að hann væri með 4.stigs krabbamein og síðan að fá þær fréttir að krabbameinið fyndist ekki. Aftur er hann byrjaður að keyra strætó á Akureyri en hann segir viðhorfið sitt hafa breyst mikið. Hann sé til dæmis mjög þakklátur fyrir það að geta keyrt í dag, eitthvað sem honum stundum fannst frekar tilgangslaust áður. Góðu ráðin Það þekkja það því miður margar fjölskyldur á Íslandi að krabbamein í fjölskyldunni tekur á. Þótt meðferðir og úrræði séu allnokkur, þarf að takast á við rosalega margt. Tilkynna vinum og vandamönnum um veikindin og síðan að þrauka daglegt líf. Þótt Sukki sé ekki búinn að vera með krabbamein frá því í janúar, báðum við hann um að deila með okkur góðum ráðum: Hvað nýttist honum og Stínu best? „Við ákváðum strax að eiga þessar fréttir fyrir okkur og pósta engu á Facebook. Síðan fór ég að fá alls kyns skilaboð á Messenger og á endanum setti ég bara inn færslu þar sem ég sagði frá veikindunum og bað um að fá frið,“ segir Sukki sem dæmi um gott ráð. „Ég gat mikið talað við vini mína um veikindin og spurði meira segja í nokkur skipti hvor ég væri kannski að tala OF mikið um þau. En fékk þá bara svarið: Nei alls ekki, ef þér finnst þú þurfa að tala, talaðu þá,“ nefnir Sukki sem dæmi um hversu mikilvægur góður stuðningur vina getur verið. Í parsambandi luma þau skötuhjúin á ýmsu: Við ákváðum strax að vera fyrst og fremst kærustupar. Ekki að hlutverkið hennar myndi breytast í ummönnunarhlutverk og ég væri fyrst og fremst sjúklingur.“ Húmor og hlátur skiptir gífurlega miklu máli. „Við erum bæði með frekar svartan húmor og ef eitthvað er, varð hann jafnvel svartari á þessum tíma,“ segir Sukki og skellihlær. „Jafnvel svartari en Harlem.“ Þá segir Sukki það hafa hjálpað að fá aðstoð við að segja krökkunum frá. „Við töluðum við elstu og næstelstu dætur mínar. Síðan fékk ég mömmu þeirra fjögurra yngstu til að segja þeim frá.“ Stína talaði við sín börn og það sama gerði Sukki með mótorhjólasamfélagið: Hann bað vini sína um að segja frá. Sukki viðurkennir að mánuðirnir sem fylgdu í kjölfarið gátu verið upp og niður. „Ég fór aldrei í þunglyndi eða neitt þannig. En gat alveg átt erfiða daga. Þá gat það hjálpað mikið að við hreinlega gerðum bara svolítið grín af stöðunni.“ Eitt sem Sukki og Stína gerðu, mælir Sukki sérstaklega með. „Við fengum sálgæsluhjálp, töluðum við prest. Það hjálpaði mjög mikið og ég svo sannarlega mæli með því við alla sem fá krabbamein að fá fagaðstoð.“ Þá nýtti hann sér viðtöl hjá ráðgjafa Krabbameinsfélagsins. „Ég mætti þangað einu sinni í viku, síðan aðra hverja viku, sjaldnar núna en hún vill fylgjast með,“ segir Sukki. Sem bendir sjúklingum líka á mikilvægi þess að leyfa fólki að spyrja spurninga. „Þegar fólk spyr hvort það megi spyrja mig að einhverju svara ég bara: Ef ég get svarað þeim. Sem maður getur oft en ekki alltaf en sumt fólk er kannski með spurningar sem hefur legið á þeim lengi, vangaveltur sem því langar til að fá svar við og þá er bara gott að gefa því rými til þess ef þú getur.“ Sukki segir þreytu ákveðinn fylgifisk krabbameinsmeðferða. „Það er talað um krabbameinsþreytu og hún er viðbjóður að mér finnst. Jafnvel það versta við þetta.“ Þau Stína ræddu eitthvað dauðann en þó ekki þannig að Sukka fyndist hann virkilega fara í þær pælingar að mögulega væri hann að deyja. „En ég velti fyrir mér lögunum í jarðaförinni og svona,“ segir hann og kímir. Sukki segir hann og Stínu banvæna blöndu en viðurkennir þó í einlægni að hann geti ekki ímyndað sér hvernig hann hefði komist í gegnum síðustu mánuði ef ekki væri fyrir Stínu. Sukki mælir sérstaklega með að leita til fagaðila eftir aðstoð, til dæmis fóru hann og Stína til prests og fengu sálgæslu sem hjálpaði mikið. Að fá síðan þær fréttir í janúar að krabbameinið sé horfið, gerði hann þó eiginlega jafn hvumsa og fyrst þegar hann var greindur. Fréttirnar eru góðar en þó vill hann fara að öllu með gát. Þess vegna segi ég alltaf að krabbameinið hafi týnst. Því maður veit aldrei: Mun það blossa upp? Kannski er ég tifandi tímasprengja, ég hef ekki hugmynd um það. Ég vissi reyndar í janúar að það var margt búið að ganga ágætlega hjá mér. Ég hafði til dæmis ekkert verið að léttast. En þetta voru skrýtnar fréttir og fyrst vissi ég eiginlega ekki hvernig ég átti að vera.“ Þó er ljóst að Sukki er að upplifa þakklæti. „Áður var það til dæmis þannig í vinnunni að oft hafði ég velt fyrir mér hversu tilgangslaust þetta væri: Að keyra bara sama hringinn aftur og aftur. Í dag hvarfla ekki að mér svona hugsanir. Mér finnst bara frábært að vera að keyra!“ Sukki segist því ágætlega bjartsýnn og horfir jákvæðum augum á framtíðina. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki alveg kominn á þann stað að ég sé laus við meinið. Þótt ekkert hafi sést á myndunum. Mér fannst ég aldrei vera hræddur við dauðann en það er enginn sá súpermann að hræðast ekki neitt. Við erum öll mannleg og síðan er það líka bara það að við vitum aldrei hvað lífið ber í skauti sér. Ég var með 4.stigs krabbamein en samt sagði Stína oft við mig: „Heyrðu, ég gæti allt eins farið á undan þér.“ Það veit aldrei neinn hvað getur gerst…“
Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00
Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01
„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01