Fyrirgefðu mér mín kæra Harpa Sævar Helgi Lárusson skrifar 26. mars 2024 11:00 Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Bílastæði Harpa Reykjavík Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun