Hvar er stóraukna fylgið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2024 10:00 Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mögulega hefur það farið framhjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, en þjóðin ræður því hverjir taka sæti á Alþingi. Það er kjósendur. Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hafa í gegnum tíðina talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum, flokkur Þorgerðar og Samfylkingin, fengu í síðustu þingkosningum haustið 2021 samanlagt um 18% fylgi. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Fylgi Samfylkingarinnar hefur nær þrefaldast samkvæmt skoðanakönnunum. Meðal annars og ekki sízt í kjölfar þess að flokkurinn lagði áherzluna á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Á sama tíma mælist fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur nú áherzlu á málið, 7,5% samkvæmt síðustu könnun Gallups. Minna en í síðustu kosningum. Í stjórnarandstöðu. Væri raunverulegur áhugi málinu ætti fylgi flokksins að stóraukast. Viðreisn er ekki einungis eini flokkurinn sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið. Flokkurinn var beinlínis stofnaður í kringum þá stefnu. Ólíkt Samfylkingunni. Öll önnur stefnumál Viðreisnar taka í raun mið af þeirri stefnu. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi allavega ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Pólitísk tilvist flokksins er beinlínis grundvölluð á þeirri stefnu. Forsendan samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Að öðrum kosti verða engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar, sem buðu fram fyrir síðustu kosningar með þá stefnu að taka ekki slík skref, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu við kjósendur. Meira að segja liggur fyrir að Evrópusambandið sjálft lítur þannig á málið. Þannig lýstu fulltrúar sambandsins ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Mikilvægt er að hafa í huga í því sambandi að umsóknarferlið tekur mörg ár. Velta má því fyrir sér, fyrir utan annað, hver viðbrögð ráðamanna Evrópusambandsins yrðu ef ríkisstjórn, sem væri ekki aðeins með einn stjórnmálaflokk innanborðs sem andvígur væri inngöngu í sambandið heldur þar sem allir þrír stjórnarflokkarnir hefðu þá stefnu að standa áfram utan þess, stæði að umsókn um inngöngu þegar klofin stjórn gagnvart málinu olli þeim ítrekuðum áhyggjum. Þeir yrðu varla mjög uppveðraðir. Fylgið þvert á móti dregizt saman Fylgisleysi Viðreisnar veldur Þorgerði Katrínu eðlilega bæði miklum vonbrigðum og áhyggjum. Ekki sízt þar sem kjöraðstæður ættu að vera fyrir, að vísu innistæðulausan, málflutning flokksins. Eftir að Samfylkingin setti málið á ís hvatti Þorgerður Katrín Evrópusambandssinna til þess að styðja Viðreisn í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2022. Fylgi flokksins samkvæmt Gallup mælist hins vegar talsvert minna nú en það gerði þá. Vitanlega er það eingöngu á ábyrgð Viðreisnar að vinna að eigin stefnumálum og að afla flokknum fylgis út á þau en ekki annarra. Ábyrgðin í þeim efnum liggur eðli málsins samkvæmt einkum og sér í lagi hjá formanni hans. Ekki er hægt að ætlazt til þess að aðrir flokkar vinni að stefnumálum Viðreisnar þvert á eigin stefnu. Nokkuð sem ætti ekki að þurfa að taka fram en þarf ljóslega miðað við málflutning forystumanna flokksins. Væri innganga í Evrópusambandið á forgangslista kjósenda ætti það líkt og áður segir að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið. Ekki sízt í ljósi þess að þingmeirihluti fyrir því að taka skref í þá átt, kosinn af íslenzkum kjósendum, er forsenda þess að slíkar ákvarðanir verði teknar. Flest bendir einfaldlega til þess að í bezta falli sé í raun afar takmarkaður áhugi á inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun