Áföll og endurhæfing Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 3. apríl 2024 08:01 Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun