Ginningarfíflin Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2024 14:00 Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ástin og lífið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun