Áfram saman Elínborg Sturludóttir skrifar 9. apríl 2024 10:31 Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun