Hvers konar húsnæðislán hentar mér? Ingvar Ingvarsson skrifar 9. apríl 2024 15:01 Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun