Forstjóri Persónuverndar brýtur persónuverndarákvæði Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 16:03 Helga Þórisdóttir þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt, miðvikudeginum fyrir Páska. Vísir/Einar Forstjóri Persónuverndar er með Facebook-auglýsingu þar sem flest persónuverndarákvæði sem hugsast getur eru brotin. „Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira