Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum Arnar Gauti Bjarkason skrifar 11. apríl 2024 19:03 Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands, næsta miðvikudag 17. apríl kl. 19:30 eftir sigur gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær, miðvikudaginn 10. apríl. FG og FSu voru í 2. og 3. sæti hvort fyrir sig í undankeppni leikanna. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og síðan Rocket League að lokum. Viðureignin hófst með sigri FSu í Valorant á kortinu ,,Ascent” en fór leikurinn 13-7 fyrir Framhaldsskóla Suðurlands þar sem FG valdi varnarhelming. Mikið var í húfi fyrir FG þar sem að skólinn þurfti að vinna Counter-Strike til þess að halda sér í viðureigninni en Fjölbrautaskólanum í Garðabæ tókst að klóra sig í gegnum Counter-Strike leikinn 13-11 eftir harða baráttu. Valdi FG einnig varnarhelming í þeim leik. Valt því sigur viðureignarinnar á niðurstöðu Rocket League leikjanna. Fyrsta leikinn unnu FSu með naumindum 3-2 en FG harðneituðu að láta senda sig heim og svöruðu mótherjum sínum með tæpum 2-1 sigri í öðrum leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að FSu unnu þriðja leikinn 3-1 og með sigrinum tryggði skólinn sig í úrslit gegn Tækniskólanum með 2-1 sigri í viðureigninni. Tækniskólinn og FSu hafa lagt alla andstæðina að velli hingað til. Úrslitin munu eiga sér stað næstkomandi miðvikudag, 17. apríl kl. 19:30 en hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á streymisrás Rafíþróttasambands Íslands og á Stöð 2 Esports. Þar að auki verður hægt að mæta á Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, til þess að horfa á leikina í eigin persónu þar sem að úrslitaliðin munu spila leiki sína. Arena er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
FG og FSu voru í 2. og 3. sæti hvort fyrir sig í undankeppni leikanna. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og síðan Rocket League að lokum. Viðureignin hófst með sigri FSu í Valorant á kortinu ,,Ascent” en fór leikurinn 13-7 fyrir Framhaldsskóla Suðurlands þar sem FG valdi varnarhelming. Mikið var í húfi fyrir FG þar sem að skólinn þurfti að vinna Counter-Strike til þess að halda sér í viðureigninni en Fjölbrautaskólanum í Garðabæ tókst að klóra sig í gegnum Counter-Strike leikinn 13-11 eftir harða baráttu. Valdi FG einnig varnarhelming í þeim leik. Valt því sigur viðureignarinnar á niðurstöðu Rocket League leikjanna. Fyrsta leikinn unnu FSu með naumindum 3-2 en FG harðneituðu að láta senda sig heim og svöruðu mótherjum sínum með tæpum 2-1 sigri í öðrum leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að FSu unnu þriðja leikinn 3-1 og með sigrinum tryggði skólinn sig í úrslit gegn Tækniskólanum með 2-1 sigri í viðureigninni. Tækniskólinn og FSu hafa lagt alla andstæðina að velli hingað til. Úrslitin munu eiga sér stað næstkomandi miðvikudag, 17. apríl kl. 19:30 en hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á streymisrás Rafíþróttasambands Íslands og á Stöð 2 Esports. Þar að auki verður hægt að mæta á Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi, til þess að horfa á leikina í eigin persónu þar sem að úrslitaliðin munu spila leiki sína. Arena er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira