Innlent

Lands­kjör­stjórn tekur við fram­boðum í Hörpu þann 26. apríl

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bessastaðir við sólarupprás.
Bessastaðir við sólarupprás. Vísir/Vilhelm

Landskjörstjórn mun koma saman til fundar og taka á móti framboðum til forseta Íslands frá klukkan 10 til 12 föstudaginn 26. apríl næstkomandi, í fundarherberginu Stemmu í Hörpu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórninni.

Þar segir að framboðum skuli fylgja tilkynning um framboð, undirritað samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð og meðmæli 1.500 til 3.000 kosningabærra manna.

Landskjörstjórn hefur undirbúið sniðmát af framboðstilkynningu sem frambjóðendum er frjálst að nota.

Hægt er að skila meðmælum á rafrænan hátt í gegnum meðmælendakerfi á Ísland.is en þá skal taka það fram í tilkynningunni.

„Ef meðmælum er skilað á pappír skal skila inn frumritum meðmælablaða. Mælst er til þess að frambjóðendur númeri hverja blaðsíðu og slái inn kennitölur meðmælenda í töflureikni (s.s. Excel) til þess að auðvelda yfirferð. Hægt er að nálgast sniðmát fyrir innsláttinn á Forsetakosningar 2024 | Ísland.is (island.is)

Framboðstilkynningu má undirrita eigin hendi eða með rafrænni undirritun. Ef tilkynningin er undirrituð rafrænt skal hún send á [email protected].“

Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 þann 26. apríl en þá mun landskjörstjórn fara yfir framboðin og kanna að öll formskilyrði séu uppfyllt. Í kjölfarið úrskurðar kjörstjórnin um gild framboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×