Hvers vegna er mikilvægt að finna kolefnisspor á innkaupum fyrirtækja? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 12. apríl 2024 12:01 Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun