Opna verslun á Keflavíkurflugvelli þar sem Arion var áður Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 14:40 Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson, stofnendur Húrra Reykjavík, fyrir utan flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Húrra Reykjavík mun opna nýja fataverslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor, í sama rými og Arion banki var áður. Verslunin mun þar bjóða upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir gesti á leið sinni úr landi. Í tilkynningu frá Isavia segir að Húrra Reykjavík hafi notið gífurlegra vinsælda frá upphafi og sé orðin rótgróinn hluti af verslunarflóru miðborgarinnar enda kenni þar ýmissa grasa. „Verslunin á KEF verður engin undantekning en þar verður hægt að næla sér í fatnað frá vinsælum vörumerkjum á borð við Norse Projects, Carhartt WIP, Sporty & Rich, Reykjavík Roses, Crocs, Arc´teryx, Salomon og Stone Island. Vörurnar verða í boði á hagstæðu fríhafnarverði, til jafns við öll kyn. Þá verða að sjálfsögðu seldir strigaskór í versluninni en Húrra Reykjavík hefur lengi lagt kapp á að bjóða upp á eitt besta úrval landsins af strigaskóm,“ segir í tilkynningunni. Tölvugerð mynd af útliti verslunarinnar.HAF Studio Haft er eftir Sindra Snæ Jenssyni, öðrum eiganda Húrra, að verslunin sé að stíga stór skref með opnun þessarar nýju verslunar, sem eigi sér þá stað í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins. Hann segir þetta vera spennandi tímabil. „Við munum halda áfram að bjóða íslenskum sem erlendum viðskiptavinum vandaðan fatnað og strigaskó, allt undir áhrifum frá skandinavískri götutísku.“ Þá segir að hönnun verslunarinnar sé í höndum HAF Studio og muni endurspegla afslappað og hlýlegt andrúmsloft, svipað og í verslun Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Húrra Reykjavík opnaði herrafataverslunin árið 2014 og hefur frá 2020 rekið verslun sem stendur við Hverfisgötu í Reykjavík. Verslun Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að Húrra Reykjavík hafi notið gífurlegra vinsælda frá upphafi og sé orðin rótgróinn hluti af verslunarflóru miðborgarinnar enda kenni þar ýmissa grasa. „Verslunin á KEF verður engin undantekning en þar verður hægt að næla sér í fatnað frá vinsælum vörumerkjum á borð við Norse Projects, Carhartt WIP, Sporty & Rich, Reykjavík Roses, Crocs, Arc´teryx, Salomon og Stone Island. Vörurnar verða í boði á hagstæðu fríhafnarverði, til jafns við öll kyn. Þá verða að sjálfsögðu seldir strigaskór í versluninni en Húrra Reykjavík hefur lengi lagt kapp á að bjóða upp á eitt besta úrval landsins af strigaskóm,“ segir í tilkynningunni. Tölvugerð mynd af útliti verslunarinnar.HAF Studio Haft er eftir Sindra Snæ Jenssyni, öðrum eiganda Húrra, að verslunin sé að stíga stór skref með opnun þessarar nýju verslunar, sem eigi sér þá stað í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins. Hann segir þetta vera spennandi tímabil. „Við munum halda áfram að bjóða íslenskum sem erlendum viðskiptavinum vandaðan fatnað og strigaskó, allt undir áhrifum frá skandinavískri götutísku.“ Þá segir að hönnun verslunarinnar sé í höndum HAF Studio og muni endurspegla afslappað og hlýlegt andrúmsloft, svipað og í verslun Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Húrra Reykjavík opnaði herrafataverslunin árið 2014 og hefur frá 2020 rekið verslun sem stendur við Hverfisgötu í Reykjavík.
Verslun Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira