Hvað eru mikilvægir hagsmunir? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. apríl 2024 14:01 Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun