Helmingur Íslendinga sáttur við falsanir og eftirlíkingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 10:05 Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, og tvær eftirlíkingar af Rolex-úrum. Tæplega helmingi Íslendinga finnst stundum í lagi að kaupa falsaðar vörur og eftirlíkingar. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu fyrir Hugverkastofu. Níu prósent landsmanna hafa keypt falsanir eða eftirlíkingar síðastliðna 12 mánuði, mest á erlendum vefsíðum. Karlar kaupa mest falsaða merkjavöru og íþróttaföt en konur gleraugu og skartgripi. Niðurstöðurnar benda til að Íslendingar kaupi síður falsaðar vörur en aðrir Evrópubúar þrátt fyrir að háu hlutfalli þyki stundum ásættanlegt að kaupa slíkar vörur. Samkvæmt könnun á vegum Hugverkastofu Evrópusambandsins frá í fyrra hafa 13% Evrópubúa viljandi keypt falsaðar vörur síðasta árið og þriðjungur þeirra telur í lagi að kaupa falsaðar vörur, ef ekta vörur eru of dýrar. Af þeim sem höfðu keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar höfðu 29% svarenda í könnun Maskínu keypt gleraugu eða sólgleraugu, 28% íþróttaföt, 28% töskur, 21% skartgripi og 21% merkjavöruskó, aðra en íþróttaskó. Meðal annarra falsaðra vara sem svarendur höfðu keypt má nefna tæknivörur ýmiskonar, íþróttaskó, list- og skrautmuni, úr og húsgögn. Þetta eru sömu vörur og oftast eru nefndar í sambærilegum erlendum könnunum. Langflest nefna lægra verð sem helstu ástæðu þess að hafa keypt falsaða vöru. Lítill munur var á milli kynjanna í svörum um hvort þau hefðu keypt falsaðar vörur en nokkur munur var í vöruvali þar sem konur keyptu helst gleraugu eða sólgleraugu (35%) og skartgripi (27%) en karlar merkjavöruföt (27%) og íþróttaföt (29%). Meðal ungs fólks, 18-29 ára höfðu 13,9% svarenda keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar síðasta árið. Það er mun lægra hlutfall en í könnun Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) meðal 15-24 ára íbúa Evrópusambandsins frá 2023 en í henni reyndist 26% þess aldurshóps hafa keypt falsaðar vörur á netinu síðasta árið. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, segir í tilkynningu að könnunin sé liður í að vekja almenning til umhugsunar mikilvægi þess að virða hugverkaréttindi og kaupa ekki falsaðar vörur. „Það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti frekar að velja ekta vörur en eftirlíkingar og falsanir. Í fyrsta lagi eru eftirlíkingar auðvitað oft af miklu lélegri gæðum. Í sumum tilfellum þýðir það fyrst og fremst verra útlit og lélegri endingu en í sumum tilfellum geta lélegri gæði hreinlega orðið til þess að vara getur valdið skaða. Það má t.d. nefna fölsuð lyf, snyrtivörur, varahluti í bifreiðar og flugvélar og jafnvel hluti eins og sólgleraugu og fatnað. Svo veit maður náttúrulega ekkert um þær aðstæður sem falsaðar vörur eru framleiddar við en mikið af þeim falsaða varningi sem er til sölu á netinu og annars staðar er framleiddur af skipulögðum glæpasamtökum sem einnig stunda fíkniefnasölu, barnaþrælkun og mansal. Svo er að sjálfsögðu mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim sem eiga hugverkin og hafa lagt hugvit, tíma, metnað og fjármagn í að þróa þau. Neytendur vita hins vegar hvaðan ekta varan kemur, hvernig hún er unnin og jafnan má gera ráð fyrir því að ábyrgð fylgi á gæðum og öryggi vörunnar frá framleiðanda.“ Hugverkastofan, Epal og React - alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum, bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 23.-27. apríl, í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi, í tilefni af Alþjóðahugverkadeginum 26. apríl. Markmiðið er að vekja athygli á því af hverju við ættum að velja ekta vörur, virða hugverkaréttindi og forðast að kaupa eftirlíkingar. Hægt verður að skoða sýnishorn af fölsuðum vörum og bera saman við ekta fyrirmyndir og taka þátt í léttum spurningaleik um hvaða vörur eru ekta. Könnun Maskínu fyrir Hugverkastofuna um kaup á eftirlíkingum og fölsuðum vörum ásamt viðhorfi til slíkra kaupa var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram frá 5. til 11. apríl 2024 og voru svarendur 968 talsins. Verslun Skoðanakannanir Höfundarréttur Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Niðurstöðurnar benda til að Íslendingar kaupi síður falsaðar vörur en aðrir Evrópubúar þrátt fyrir að háu hlutfalli þyki stundum ásættanlegt að kaupa slíkar vörur. Samkvæmt könnun á vegum Hugverkastofu Evrópusambandsins frá í fyrra hafa 13% Evrópubúa viljandi keypt falsaðar vörur síðasta árið og þriðjungur þeirra telur í lagi að kaupa falsaðar vörur, ef ekta vörur eru of dýrar. Af þeim sem höfðu keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar höfðu 29% svarenda í könnun Maskínu keypt gleraugu eða sólgleraugu, 28% íþróttaföt, 28% töskur, 21% skartgripi og 21% merkjavöruskó, aðra en íþróttaskó. Meðal annarra falsaðra vara sem svarendur höfðu keypt má nefna tæknivörur ýmiskonar, íþróttaskó, list- og skrautmuni, úr og húsgögn. Þetta eru sömu vörur og oftast eru nefndar í sambærilegum erlendum könnunum. Langflest nefna lægra verð sem helstu ástæðu þess að hafa keypt falsaða vöru. Lítill munur var á milli kynjanna í svörum um hvort þau hefðu keypt falsaðar vörur en nokkur munur var í vöruvali þar sem konur keyptu helst gleraugu eða sólgleraugu (35%) og skartgripi (27%) en karlar merkjavöruföt (27%) og íþróttaföt (29%). Meðal ungs fólks, 18-29 ára höfðu 13,9% svarenda keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar síðasta árið. Það er mun lægra hlutfall en í könnun Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) meðal 15-24 ára íbúa Evrópusambandsins frá 2023 en í henni reyndist 26% þess aldurshóps hafa keypt falsaðar vörur á netinu síðasta árið. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, segir í tilkynningu að könnunin sé liður í að vekja almenning til umhugsunar mikilvægi þess að virða hugverkaréttindi og kaupa ekki falsaðar vörur. „Það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti frekar að velja ekta vörur en eftirlíkingar og falsanir. Í fyrsta lagi eru eftirlíkingar auðvitað oft af miklu lélegri gæðum. Í sumum tilfellum þýðir það fyrst og fremst verra útlit og lélegri endingu en í sumum tilfellum geta lélegri gæði hreinlega orðið til þess að vara getur valdið skaða. Það má t.d. nefna fölsuð lyf, snyrtivörur, varahluti í bifreiðar og flugvélar og jafnvel hluti eins og sólgleraugu og fatnað. Svo veit maður náttúrulega ekkert um þær aðstæður sem falsaðar vörur eru framleiddar við en mikið af þeim falsaða varningi sem er til sölu á netinu og annars staðar er framleiddur af skipulögðum glæpasamtökum sem einnig stunda fíkniefnasölu, barnaþrælkun og mansal. Svo er að sjálfsögðu mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim sem eiga hugverkin og hafa lagt hugvit, tíma, metnað og fjármagn í að þróa þau. Neytendur vita hins vegar hvaðan ekta varan kemur, hvernig hún er unnin og jafnan má gera ráð fyrir því að ábyrgð fylgi á gæðum og öryggi vörunnar frá framleiðanda.“ Hugverkastofan, Epal og React - alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum, bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 23.-27. apríl, í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi, í tilefni af Alþjóðahugverkadeginum 26. apríl. Markmiðið er að vekja athygli á því af hverju við ættum að velja ekta vörur, virða hugverkaréttindi og forðast að kaupa eftirlíkingar. Hægt verður að skoða sýnishorn af fölsuðum vörum og bera saman við ekta fyrirmyndir og taka þátt í léttum spurningaleik um hvaða vörur eru ekta. Könnun Maskínu fyrir Hugverkastofuna um kaup á eftirlíkingum og fölsuðum vörum ásamt viðhorfi til slíkra kaupa var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram frá 5. til 11. apríl 2024 og voru svarendur 968 talsins.
Verslun Skoðanakannanir Höfundarréttur Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira