Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 14:56 Teikning af Voyager 1 ferðast á milli stjarnanna. Geimfarið er í um 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni, hátt í ljósdag. NASA/JPL-Caltech Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35