Krókur Liverpool á móti bragði Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 09:01 Arne Slot og Ruben Amorim eru taldir líklegastir til að taka við í Bítlaborginni. Samsett/Getty Portúgalskur blaðamaður segir fréttir um Hollendinginn Arne Slot sem mögulegan þjálfara Liverpool vera svar félagsins við óvæntum sögum um Portúgalann Rúben Amorim í vikunni. Aðrir segja tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum við Slot. Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira