Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 22:48 Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi í dag. AP/Hendrik Schmidt Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti. Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti.
Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11