Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 13:33 Hann var dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar af héraðsdómnum í Holbæk árið 2022. EPA/Mads Claus Rasmussen Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira