„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2024 12:01 Tónlistarmaðurinn TORFI var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu. Instagram @torfitomasson „Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi. Upphefur hinseginleika og kvenleika Allt frá því Torfi hreppti annað sætið í Músíktilraunum 2023 hefur hann verið iðinn við að gefa út og spila nýja tónlist. Hann var tilnefndur í flokki „Ones To Watch“ á tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine á árinu og söng bakraddir á nýjasta lagi Páls Óskars, Elskar þú mig ennþá? TORFI hefur gaman að því að koma fram og er bæði í tónlist og dansi. Aðsend Hér má heyra lagið EITT af samnefndri plötu: Klippa: TORFI - EITT „Ég sæki mikinn innblástur í hinsegin samfélög vestanhafs og í Evrópu sem eru talsvert umfangsmeiri en hér heima. Með því að setja þessa menningarheima og tónlistarstefnurnar sem þeim fylgja í íslenskt samhengi kveiki ég kannski einhvern vonarneista um að þeir gætu átt sér hliðstæður hér á landi í framtíðinni. EITT upphefur hinseginleika og kvenleika á tímum þar sem mikið bakslag hefur orðið í málefnum hinsegin fólks og er því um pólitískt popp að ræða.“ View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Tónlistin og dansinn eitt Torfi segir sömuleiðis mikilvægt að hinsegin raddir fái að heyrast. „Hinsegin fólk upplifir heiminn á allt annan hátt en aðrir og það finnst mér vera einn stærsti kosturinn við hinseginleikann. Okkar upplifanir eru einstakar og þær eiga að fá að heyrast. Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka.“ Torfi stundar sömuleiðis nám við samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Kaja Sigvalda Ásamt því að vera að gefa út tónlist og koma fram stundar Torfi nám við Listaháskóla Íslands á alþjóðlegri samtímadansbraut. Á sviði sameinar hann bæði listformin og býr til upplifanir sem eru jafn sjónrænar og þær eru hljóðrænar. „Fyrir mér er tónlistin og dansinn mismunandi birtingarmyndir af sama hlutnum. Ég bý til tónlist sem ég vil dansa við og öfugt en ég held að áhrifin þar á milli séu mjög ómeðvituð. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt saman hreyfingar í tíma og rúmi, tekið upp eða flutt fyrir áhorfendur.“ Platan er að sögn Torfa gerð til þess að ögra, skemmta, fá fólk til að hugsa sig um og gleyma sér allt á sama tíma. „Upplifa einhverskonar gyllt, silfrað, glitrandi frelsi,“ segir Torfi að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Hinsegin Tónlist Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Upphefur hinseginleika og kvenleika Allt frá því Torfi hreppti annað sætið í Músíktilraunum 2023 hefur hann verið iðinn við að gefa út og spila nýja tónlist. Hann var tilnefndur í flokki „Ones To Watch“ á tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine á árinu og söng bakraddir á nýjasta lagi Páls Óskars, Elskar þú mig ennþá? TORFI hefur gaman að því að koma fram og er bæði í tónlist og dansi. Aðsend Hér má heyra lagið EITT af samnefndri plötu: Klippa: TORFI - EITT „Ég sæki mikinn innblástur í hinsegin samfélög vestanhafs og í Evrópu sem eru talsvert umfangsmeiri en hér heima. Með því að setja þessa menningarheima og tónlistarstefnurnar sem þeim fylgja í íslenskt samhengi kveiki ég kannski einhvern vonarneista um að þeir gætu átt sér hliðstæður hér á landi í framtíðinni. EITT upphefur hinseginleika og kvenleika á tímum þar sem mikið bakslag hefur orðið í málefnum hinsegin fólks og er því um pólitískt popp að ræða.“ View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Tónlistin og dansinn eitt Torfi segir sömuleiðis mikilvægt að hinsegin raddir fái að heyrast. „Hinsegin fólk upplifir heiminn á allt annan hátt en aðrir og það finnst mér vera einn stærsti kosturinn við hinseginleikann. Okkar upplifanir eru einstakar og þær eiga að fá að heyrast. Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka.“ Torfi stundar sömuleiðis nám við samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Kaja Sigvalda Ásamt því að vera að gefa út tónlist og koma fram stundar Torfi nám við Listaháskóla Íslands á alþjóðlegri samtímadansbraut. Á sviði sameinar hann bæði listformin og býr til upplifanir sem eru jafn sjónrænar og þær eru hljóðrænar. „Fyrir mér er tónlistin og dansinn mismunandi birtingarmyndir af sama hlutnum. Ég bý til tónlist sem ég vil dansa við og öfugt en ég held að áhrifin þar á milli séu mjög ómeðvituð. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt saman hreyfingar í tíma og rúmi, tekið upp eða flutt fyrir áhorfendur.“ Platan er að sögn Torfa gerð til þess að ögra, skemmta, fá fólk til að hugsa sig um og gleyma sér allt á sama tíma. „Upplifa einhverskonar gyllt, silfrað, glitrandi frelsi,“ segir Torfi að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Hinsegin Tónlist Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira