Ofbeldi pabbans skyggir á stóru stundina og hann þjálfar keppinaut Jakobs Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 13:31 Bræðurnir Henrik, Jakob og Filip hafa afrekað að keppa allir saman á stórmótum á borð við HM 2019 í Katar. Getty/Sam Barnes Ingebrigtsen-bræðurnir hafa beðið fjölmiðla um frið og vilja ekki tjá sig að svo stöddu, eftir að pabbi þeirra, Gjert Ingebrigtsen, var ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira
Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira