Múgur og margmenni fylgdust með ótrúlegu ostakúluáti Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 23:59 Gríðarlegur fjöldi fólks fylgdist með Ostakúlumanninum borða kíló af ostakúlum. Mörg hundruð manns fylgdust með hinum nafnlausa „Ostakúlumanni“ borða risakrukku af ostakúlum á Manhattan á laugardag. Maðurinn, sem var klæddur í appelsínugula lambhúshettu og skikkju, borðaði kíló af ostakúlum á hálftíma og gaf eiginhandaráritanir. Fréttir af ostakúluátinu bárust fyrst nokkrum vikum fyrir gjörninginn þegar plaköt tóku að birtast í nágrenninu um atburðinn. Plakat Ostakúlumannsins. „Fylgstu með mér borða heila krukku af ostakúlum“ stóð á plakatinu með mynd af lambhúshettuklæddum manninum haldandi á krukku af snakkinu. Ein risakrukka (e. jumbo jar) af ostakúlum telur um 1.100 kúlur og er 35 únsur að þyngd, eða rétt um 0,99 kíló. Gjörningurinn dró síðan fjölda fólks að Union Square-garði þar sem áhorfendur hrópuðu „ostakúlumaður“ og „éttu þessar ostakúlur“ til að hvetja manninn áfram. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt í fagnaðarópunum í tveggja húsaröða fjarlægð. Kláraði verkefnið á hálftíma og fór heim að æla Ostakúlumaðurinn borðaði ostakúlurnar á hálftíma og gaf stuðningsmönnum eiginhandaráritanir. Í kjölfarið hljóp hann um torgið með fána með mynd af sér sjálfum, tók í hendur fólks og sagði ítrekað að hann þyrfti að „fara heim að æla“. New York is the best city man a whole crowd showed up to watch a guy eat a full container of cheese balls at 3 PM pic.twitter.com/FMOG7xY6gA— C (@SmittyNYK) April 27, 2024 „Ég ákvað að gera þetta af því mér fannst New York-borg vanta eitthvað svona lagað,“ sagði hinn 23 ára nafnlausi Ostakúlumaður í samtali við New York Post. „Ostakúlur eru fyndnar og að borða heila krukku er erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.“ „Á tímapunkti leið mér eins og ég þyrfti örugglega að æla en fólk hrópaði „haltu því niðri“ svo hátt að ég gerði það bara,“ sagði maðurinn sem er nýútskrifaður úr NYU í samtali við ABC. Hann segist þó vilja vera meira en bara átvagl. „Ég hef verið að reyna að hjálpa fólki. Ég þríf borgina, tek upp rusl,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira
Fréttir af ostakúluátinu bárust fyrst nokkrum vikum fyrir gjörninginn þegar plaköt tóku að birtast í nágrenninu um atburðinn. Plakat Ostakúlumannsins. „Fylgstu með mér borða heila krukku af ostakúlum“ stóð á plakatinu með mynd af lambhúshettuklæddum manninum haldandi á krukku af snakkinu. Ein risakrukka (e. jumbo jar) af ostakúlum telur um 1.100 kúlur og er 35 únsur að þyngd, eða rétt um 0,99 kíló. Gjörningurinn dró síðan fjölda fólks að Union Square-garði þar sem áhorfendur hrópuðu „ostakúlumaður“ og „éttu þessar ostakúlur“ til að hvetja manninn áfram. Sjónarvottar sögðust hafa heyrt í fagnaðarópunum í tveggja húsaröða fjarlægð. Kláraði verkefnið á hálftíma og fór heim að æla Ostakúlumaðurinn borðaði ostakúlurnar á hálftíma og gaf stuðningsmönnum eiginhandaráritanir. Í kjölfarið hljóp hann um torgið með fána með mynd af sér sjálfum, tók í hendur fólks og sagði ítrekað að hann þyrfti að „fara heim að æla“. New York is the best city man a whole crowd showed up to watch a guy eat a full container of cheese balls at 3 PM pic.twitter.com/FMOG7xY6gA— C (@SmittyNYK) April 27, 2024 „Ég ákvað að gera þetta af því mér fannst New York-borg vanta eitthvað svona lagað,“ sagði hinn 23 ára nafnlausi Ostakúlumaður í samtali við New York Post. „Ostakúlur eru fyndnar og að borða heila krukku er erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.“ „Á tímapunkti leið mér eins og ég þyrfti örugglega að æla en fólk hrópaði „haltu því niðri“ svo hátt að ég gerði það bara,“ sagði maðurinn sem er nýútskrifaður úr NYU í samtali við ABC. Hann segist þó vilja vera meira en bara átvagl. „Ég hef verið að reyna að hjálpa fólki. Ég þríf borgina, tek upp rusl,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sjá meira