Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2024 08:01 Fríða Einarsdóttir ljósmóðir starfaði árið 1962 á Vöggustofunni að Hlíðarenda. Hún varaði við vinnubrögðum þar og ákvað að hætta vegna þeirra. Sæunn Kjartansdóttir segir að slíkir starfshættir hafi alvarleg áhrif á ungbörn og í verstu tilvikum geti þeir leitt til dauða. vísir Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. „Þú áttir ekki að skipta þér af börnunum. Þau áttu að liggja í rúmunum og það átti engin að tala við þau. Þú máttir ekki hafa með augnsamband við þau. Þú áttir bara að vera eins og þú værir að tala við vegg,“ segir Fríða Einarsdóttir sem starfaði á Vöggustofunni að Hlíðarenda árið 1962 en kveðst hafa hætt þegar forstöðukona þar vildi ekki hlusta á viðvaranir hennar um að þetta væri óeðlileg meðferð á ungbörnum. Fríða segir jafnframt að afar erfitt hafi verið að fylgjast með því þegar aðstandendur barna komu í heimsókn á sunnudögum en þeir máttu aðeins horfa á þau gegnum gler. „Þegar mæðurnar komu á sunnudögum og stóðu við gluggann trilluðu venjulega niður tárin. Það var oft ofboðslega sárt að horfa upp á þær,“ segir Fríða. Alls voru 475 ungbörn vistuð að Vöggustofunni að Hlíðarenda. Meðan þau dvöldu þar fengu foreldrar þeirra aðeins að koma einu sinni í viku og horfa á þau gegnum gler. Svipað fyrirkomulag var á Barnaspítalanum. Sami yfirlæknir var á báðum stofnunum og lagði sömu línur þrátt fyrir að börnin á Vöggustofunum væru ekki þar vegna veikinda. Vísir/Berghildur Margir reyndu að láta vita af meðferðinni Margir hafa bent á það gegnum tíðina að meðferð ungbarna á vöggustofum hafi verið ómannúðleg. Konur sem störfuðu þar á sínum tíma, foreldrar sem áttu börn þar, konur í fóstruskólanum og kjörnir fulltrúar í minnihluta Reykjavíkurborgar árið 1967. Þá gerði Viðar Eggertsson leikari útvarpsþátt á RÚV árið 1993 þar sem greint var frá óeðlilegum starfsháttum á stofnuninni. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting frá honum og fjórum öðrum karlmönnum að borgin ákvað loks að ráðast í sérstaka rannsókn á Vöggustofunum. Niðurstaða vöggustofunefndar var að börnin sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda hefðu sætt illri meðferð allan tímann þar. En þá einkum vegna takmarkanna á umgengni við foreldra sína meðan börnin dvöldu þar. Ráku vöggustofuna eins og spítala Stjórnendur Vöggustofunnar að Hlíðarenda var Ólöf Sigurðardóttir sem var fyrsta forstöðukona stofnunarinnar en hún var hjúkrunarfræðingur að mennt og Kristbjörn Tryggvason yfirlæknir hennar en hann var einnig deildarlæknir og síðar yfirlæknir á barnadeild Landspítalans um árabil. Á barnadeildinni giltu einmitt svipaðar reglur um heimsóknir til veikra barna en tíma fengu aðstandendur aðeins að sjá börnin sín þar í gegnum gler en svo fékk fólk að heimsækja börnin tvisvar í viku. Grein úr tímariti hjúkrunarnema árið 1969 sýnir að sömu reglur giltu á deild fyrir fyrirbura og börn sem voru á leið í aðgerð á Barnaspítala Hringsins og á Vöggustofunni að Hlíðarenda. Kristbjörn Tryggvason var yfirlæknir á báðum stöðum. Vísir/Berghildur Í öðru viðtali árið 1958 fjallar Vísir um heimsókn á Barnadeild Landspítalans. Þar segir yfirlæknirinn að börnin á spítalanum fái aðeins heimsókn frá foreldrum sínum tvisvar í viku. Áhugavert er að sjá hvaða skýringar hann gefur fyrir því í greininni: „Þegar foreldrar eða aðrir nánustu koma í heimsókn, verða vitaskuld fagnaðarfundir. En svo þegar, heimsóknartíminn er á enda dregur heldur fyrir sólina hjá litlu öngunum, mörgum hverjum. Þá hefst oft grátur og söknuður og getur stundum tekið langan tíma að komast í jafnvægi á ný og sætta sig við innilokunina. Það er nauðsynlegt fyrir batann að raska sem minnst jafnvægi barnanna,“ segir Kristbjörn Tryggvason í Vísi árið 1958 um ástæður þess að börnin þar fengu aðeins að hitta foreldra sína tvisvar í viku. Grein úr Vísi árið 1958 þar sem yfirlæknir Barnaspítalans skýrir af hverju foreldrar fá aðeins að koma tvisvar í viku í heimsókn. Þar segir hann jafnframt að það sé nauðsynlegt fyrir bata barnanna að raska sem minnst jafnvægi þeirra. Vísir/Berghildur Getur leitt til dauða í alvarlegustu tilvikunum Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir benti m.a. á í skoðanagrein á Vísi á síðasta ári að eitt af því sem vakið hafi athygli margra sé að fagfólk á þessum tíma vissi mætavel að vöggustofur væru skaðlegar. Vandamálið hafi því ekki verið fáfræði heldur andóf gegn þekkingu. Þeir fagmenn sem vöruðu við starfsemi vöggustofanna og ítrekuðu þörf barna fyrir nánd voru gerðir tortryggilegir og gagnrýni þeirra sögð af pólitískum toga. Sæunn þekkir vel til þeirra þjáningar sem fólk sem dvaldi á vöggustofum hefur þurft að burðast með í gegnum tíðina. Hún segir vinnubrögðin þar hafa haft margvísleg áhrif á ungbörn og í alvarlegustu tilvikunum geti þau leitt til dauða. „Ungbarn hættir að gráta ef því er ekki svarað. Það gefst upp það og upplifir að grátur svarar ekki þörfum. Hann getur jafnvel gert hlutina verri því umönnunaraðili getur jafnvel einhver orðið reiður, hranalegur eða vondur. Þannig að grátur sem er náttúrulega tungumál barna og mikilvægasta leiðin til að kalla á hjálp dugar ekki. Hann er jafnvel verri en ekki neitt þannig að þau hætta að gráta, þau hætta að sýna vanlíðan sína og hverfa inn í sinn eigin heim í alvarlegustu tilvikunum. Barn getur jafnvel slökkt alveg á sér tímabundið eða gert það að venju sem er gríðarlega alvarlegt. Ég hugsa að það sé alveg til í dæminu að börn deyi. Það er til nokkuð sem heitir Failure to thrive, þegar börn þrífast ekki. Þá taka þau ekki næringu. Það er ekki nóg að veita ungbörnum líkamlegu næringu, tilfinningaleg næring er jafn nauðsynleg. Og ef þú nærist hvorki líkamlega né tilfinningalega þá náttúrulega er lífshætta á ferð,“ segir Sæunn. Samkvæmt rannsóknarskýrslu vöggustofunefndar létust þrjú börn á starfstíma stofnunarinnar, eitt þeirra var með sæng yfir höfði þegar það fannst og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Þættirnir Vistheimilin eru heimildarþættir á Stöð 2 sem verða sýndir alla sunnudaga í maí og fyrsta sunnudag í júní. Klippa: Vistheimili - stikla úr fyrsta þætti Ofbeldi gegn börnum Vistheimilin Vistheimili Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. 5. október 2023 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Þú áttir ekki að skipta þér af börnunum. Þau áttu að liggja í rúmunum og það átti engin að tala við þau. Þú máttir ekki hafa með augnsamband við þau. Þú áttir bara að vera eins og þú værir að tala við vegg,“ segir Fríða Einarsdóttir sem starfaði á Vöggustofunni að Hlíðarenda árið 1962 en kveðst hafa hætt þegar forstöðukona þar vildi ekki hlusta á viðvaranir hennar um að þetta væri óeðlileg meðferð á ungbörnum. Fríða segir jafnframt að afar erfitt hafi verið að fylgjast með því þegar aðstandendur barna komu í heimsókn á sunnudögum en þeir máttu aðeins horfa á þau gegnum gler. „Þegar mæðurnar komu á sunnudögum og stóðu við gluggann trilluðu venjulega niður tárin. Það var oft ofboðslega sárt að horfa upp á þær,“ segir Fríða. Alls voru 475 ungbörn vistuð að Vöggustofunni að Hlíðarenda. Meðan þau dvöldu þar fengu foreldrar þeirra aðeins að koma einu sinni í viku og horfa á þau gegnum gler. Svipað fyrirkomulag var á Barnaspítalanum. Sami yfirlæknir var á báðum stofnunum og lagði sömu línur þrátt fyrir að börnin á Vöggustofunum væru ekki þar vegna veikinda. Vísir/Berghildur Margir reyndu að láta vita af meðferðinni Margir hafa bent á það gegnum tíðina að meðferð ungbarna á vöggustofum hafi verið ómannúðleg. Konur sem störfuðu þar á sínum tíma, foreldrar sem áttu börn þar, konur í fóstruskólanum og kjörnir fulltrúar í minnihluta Reykjavíkurborgar árið 1967. Þá gerði Viðar Eggertsson leikari útvarpsþátt á RÚV árið 1993 þar sem greint var frá óeðlilegum starfsháttum á stofnuninni. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting frá honum og fjórum öðrum karlmönnum að borgin ákvað loks að ráðast í sérstaka rannsókn á Vöggustofunum. Niðurstaða vöggustofunefndar var að börnin sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda hefðu sætt illri meðferð allan tímann þar. En þá einkum vegna takmarkanna á umgengni við foreldra sína meðan börnin dvöldu þar. Ráku vöggustofuna eins og spítala Stjórnendur Vöggustofunnar að Hlíðarenda var Ólöf Sigurðardóttir sem var fyrsta forstöðukona stofnunarinnar en hún var hjúkrunarfræðingur að mennt og Kristbjörn Tryggvason yfirlæknir hennar en hann var einnig deildarlæknir og síðar yfirlæknir á barnadeild Landspítalans um árabil. Á barnadeildinni giltu einmitt svipaðar reglur um heimsóknir til veikra barna en tíma fengu aðstandendur aðeins að sjá börnin sín þar í gegnum gler en svo fékk fólk að heimsækja börnin tvisvar í viku. Grein úr tímariti hjúkrunarnema árið 1969 sýnir að sömu reglur giltu á deild fyrir fyrirbura og börn sem voru á leið í aðgerð á Barnaspítala Hringsins og á Vöggustofunni að Hlíðarenda. Kristbjörn Tryggvason var yfirlæknir á báðum stöðum. Vísir/Berghildur Í öðru viðtali árið 1958 fjallar Vísir um heimsókn á Barnadeild Landspítalans. Þar segir yfirlæknirinn að börnin á spítalanum fái aðeins heimsókn frá foreldrum sínum tvisvar í viku. Áhugavert er að sjá hvaða skýringar hann gefur fyrir því í greininni: „Þegar foreldrar eða aðrir nánustu koma í heimsókn, verða vitaskuld fagnaðarfundir. En svo þegar, heimsóknartíminn er á enda dregur heldur fyrir sólina hjá litlu öngunum, mörgum hverjum. Þá hefst oft grátur og söknuður og getur stundum tekið langan tíma að komast í jafnvægi á ný og sætta sig við innilokunina. Það er nauðsynlegt fyrir batann að raska sem minnst jafnvægi barnanna,“ segir Kristbjörn Tryggvason í Vísi árið 1958 um ástæður þess að börnin þar fengu aðeins að hitta foreldra sína tvisvar í viku. Grein úr Vísi árið 1958 þar sem yfirlæknir Barnaspítalans skýrir af hverju foreldrar fá aðeins að koma tvisvar í viku í heimsókn. Þar segir hann jafnframt að það sé nauðsynlegt fyrir bata barnanna að raska sem minnst jafnvægi þeirra. Vísir/Berghildur Getur leitt til dauða í alvarlegustu tilvikunum Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir benti m.a. á í skoðanagrein á Vísi á síðasta ári að eitt af því sem vakið hafi athygli margra sé að fagfólk á þessum tíma vissi mætavel að vöggustofur væru skaðlegar. Vandamálið hafi því ekki verið fáfræði heldur andóf gegn þekkingu. Þeir fagmenn sem vöruðu við starfsemi vöggustofanna og ítrekuðu þörf barna fyrir nánd voru gerðir tortryggilegir og gagnrýni þeirra sögð af pólitískum toga. Sæunn þekkir vel til þeirra þjáningar sem fólk sem dvaldi á vöggustofum hefur þurft að burðast með í gegnum tíðina. Hún segir vinnubrögðin þar hafa haft margvísleg áhrif á ungbörn og í alvarlegustu tilvikunum geti þau leitt til dauða. „Ungbarn hættir að gráta ef því er ekki svarað. Það gefst upp það og upplifir að grátur svarar ekki þörfum. Hann getur jafnvel gert hlutina verri því umönnunaraðili getur jafnvel einhver orðið reiður, hranalegur eða vondur. Þannig að grátur sem er náttúrulega tungumál barna og mikilvægasta leiðin til að kalla á hjálp dugar ekki. Hann er jafnvel verri en ekki neitt þannig að þau hætta að gráta, þau hætta að sýna vanlíðan sína og hverfa inn í sinn eigin heim í alvarlegustu tilvikunum. Barn getur jafnvel slökkt alveg á sér tímabundið eða gert það að venju sem er gríðarlega alvarlegt. Ég hugsa að það sé alveg til í dæminu að börn deyi. Það er til nokkuð sem heitir Failure to thrive, þegar börn þrífast ekki. Þá taka þau ekki næringu. Það er ekki nóg að veita ungbörnum líkamlegu næringu, tilfinningaleg næring er jafn nauðsynleg. Og ef þú nærist hvorki líkamlega né tilfinningalega þá náttúrulega er lífshætta á ferð,“ segir Sæunn. Samkvæmt rannsóknarskýrslu vöggustofunefndar létust þrjú börn á starfstíma stofnunarinnar, eitt þeirra var með sæng yfir höfði þegar það fannst og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Þættirnir Vistheimilin eru heimildarþættir á Stöð 2 sem verða sýndir alla sunnudaga í maí og fyrsta sunnudag í júní. Klippa: Vistheimili - stikla úr fyrsta þætti
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Ofbeldi gegn börnum Vistheimilin Vistheimili Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. 5. október 2023 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28
Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. 5. október 2023 14:59