Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 11:11 Hérastubbur opnaði dyr sínar á ný í dag. Vísir/Vilhelm Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu. Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum. Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum.
Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira