Dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang bílar landsins á afmælissýningu Mustang Brimborg 3. maí 2024 08:39 Brimborg og Íslenski Mustang klúbburinn standa fyrir sérstakri afmælissýningu á morgun laugardag en þá eru 60 ár liðin frá því Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós. Hilmar Jacobsen situr í stjórn Íslenska Mustang klúbbsins en áhugi hans á Mustang bílum byrjaði þegar hann var einungis ellefu ára gamall. Á morgun, laugardaginn 4. maí, verða dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang bílar landsins sýndir á sérstakri afmælissýningu í Brimborg í Reykjavík en þá eru 60 ár liðin frá því Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós. Sýningin er haldin í samvinnu við Íslenska Mustang klúbbinn og er ókeypis inn. Á staðnum verða 35 Mustang bílar af öllum kynslóðum til að fagna afmælinu, samtals um 15.000 hestöfl. Sýningin fer fram í Ford salnum að Bíldshöfða 6 en hún er opin á milli kl. 10 og 16. Á sýningunni má m.a. skoða Mustang Shelby GT-500 frá 2021 sem nýjasti Shelby GT-500 landsins. „Meðal annara bíla sem verða til sýnis er elsti Ford Mustang landsins en hann var framleiddur 8. maí 1964, eða einungis þremur vikum eftir að Ford Mustang kom fyrst á markað,“ segir Lilja Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Ford á Íslandi. „Þarna má einnig skoða Ford Mustang High Country Special af árgerðinni 1966 en aðeins 333 eintök voru smíðuð. Þessi bíll er eini bíllinn utan Bandaríkjanna og er nýkominn úr gagngerri uppgerð. Svo má ekki gleyma Ford Mustang Cobra Jet 2007 og Ford Mustang Cobra Jet 2018, einn af 68 bílum sem framleiddir voru það árið. Þetta eru sérsmíðaðir kvartmílubílar með um 1400 hestafla mótora.“ Þetta er einungis brot af því bílaúrvali sem verður til sýnis en meðal fjölda annarra spennandi bíla má nefna Mustang Saleen Sterling S302E, en af honum voru einungis 25 framleiddir, Mustang LX frá 1986 sem er einn hraðskreiðasti Mustang landsins og einnig meistaralega uppgerður Mustang Mach-1 frá 1971. Hilmar Jacobsen situr í stjórn Íslenska Mustang klúbbsins sem kemur að sýningunni í samvinnu við Brimborg. Hann segir áhugann á Mustang bílum hafa byrjað þegar hann var einungis ellefu ára gamall. „Þetta var árið 1973 en þá flutti bróðir minn inn 1970 Mustang Mach 1 með 351 Cleveland mótor. Þá var ekki aftur snúið því þessi ellefu ára gutti fékk oft að fljóta með stóra bróður og það var spólað um allar götur sem þótti ekki leiðinlegt.“ Hann segir svo margt gera þennan bíl einstakan. „Mustang er ein frægasta, ef ekki frægasta, bílategund í heimi og hefur verið framleiddur stanslaust frá 1964. Bíllinn hefur auk þess komið fram í hundruðum bíómynda og eru þar frægastar Bullit frá 1968 með Steve McQueen og Gone in 60 seconds myndirnar.“ Þannig hefur hann öðlast frægð að sögn Hilmars en ekki síður vegna framleiðslu í tugum milljónum eintaka sem þýðir að enn er til mikið af gömlum bílum sem verið er að gera upp um allan heim. „Það er auðvelt að fá alla varahluti í gamla Mustang bíla og tekur bara nokkra daga að senda á milli heimsálfa. Þetta gerir þá afar vinsæla og svo við tölum nú ekki um „lúkkið“ og allar sögurnar frá því í gamla daga sem gera þá líka svo skemmtilega. Margir áttu svona bíla milli 1970 til 1980 og seldu þá yfirleitt. Svo þegar nýja kynslóðin S197 kom árið 2005, sem var með mikla skírskotun í gamla bílinn, fengu margir gráa fiðringinn og keyptu Mustang. Þannig dafnar hefðin og hópurinn stækkar sem ekur um á Mustang. Það er bara allt sem gerir Mustang sértakan og skemmtilegan.“ Sjálfur keypti Hilmar sinn fyrsta Mustang 1978, þá 16 ára gamall. „Sá bíll er 1966 módel og var málaður svartur og settur á krómfelgur og breið dekk. Hann kom á götuna vorið 1979 en ég á enn þennan bíl sem lítur eins út og hann gerði þá.“ Með árunum hefur áhuginn ekkert minnkað heldur bara þróast til hins betra að hans sögn. „Árið 2006 keypti ég nýjan Mustang Saleen sem var svartur eins og stóri bróðir (þó 1966 billinn sé mun minni) og svo bættist óvart einn Mustang við 2008. Svo á ég í félagi við vin minn 1986 Mustang sem við erum að breyta í hringaksturs tryllitæki sem verður keyrður á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins. Þar keppi ég líka í kvartmílu á 2006 Saleen-inum sem er um 700 hestöfl. Þannig að þú sérð að áhuginn eykst bara með árunum enda er þetta svo gaman.“ Það verður stór dagur á morgun hjá Hilmari eins og fleiri í klúbbnum en skyldi hann vera spenntur fyrir einhverju sérstökum bíl? „Þetta er erfið spurning því þarna verður rjóminn og flestar kynslóðir af þeim Mustöngum sem eru á Íslandi og því miður komum við bara 35 bílum í húsið. Við hefðum getað haft þá 60 sem hefði verið gaman þar sem Mustanginn varð 60 ára þann 17. apríl.“ Ef hann ætti þó að nefna einhverja bíla koma tveir bílar frá Akureyri upp í hugann en það eru bílar sem hafa lítið sést hér á landi. „Hér erum við að tala um 2021 Shelby GT 500 og 2018 Mustang Cobra Jet með um 1400 hestafla mótor. Þessi bíll er númer 22 af 68 framleiddum. Einnig verður þarna nýuppgerður 1965 Mustang fastback sem er algjör listasmíði. Tveir 1968 Shelby og svaðalegt tryllitæki 2007 Cobra Jet keppnisbíll. Ég gæti haldið áfram og talið upp alla bílana sem verða þarna en ég mæli bara með að fólk komi og skoði þessa glæsilegu fáka.“ Bílar Sýningar á Íslandi Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Á staðnum verða 35 Mustang bílar af öllum kynslóðum til að fagna afmælinu, samtals um 15.000 hestöfl. Sýningin fer fram í Ford salnum að Bíldshöfða 6 en hún er opin á milli kl. 10 og 16. Á sýningunni má m.a. skoða Mustang Shelby GT-500 frá 2021 sem nýjasti Shelby GT-500 landsins. „Meðal annara bíla sem verða til sýnis er elsti Ford Mustang landsins en hann var framleiddur 8. maí 1964, eða einungis þremur vikum eftir að Ford Mustang kom fyrst á markað,“ segir Lilja Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Ford á Íslandi. „Þarna má einnig skoða Ford Mustang High Country Special af árgerðinni 1966 en aðeins 333 eintök voru smíðuð. Þessi bíll er eini bíllinn utan Bandaríkjanna og er nýkominn úr gagngerri uppgerð. Svo má ekki gleyma Ford Mustang Cobra Jet 2007 og Ford Mustang Cobra Jet 2018, einn af 68 bílum sem framleiddir voru það árið. Þetta eru sérsmíðaðir kvartmílubílar með um 1400 hestafla mótora.“ Þetta er einungis brot af því bílaúrvali sem verður til sýnis en meðal fjölda annarra spennandi bíla má nefna Mustang Saleen Sterling S302E, en af honum voru einungis 25 framleiddir, Mustang LX frá 1986 sem er einn hraðskreiðasti Mustang landsins og einnig meistaralega uppgerður Mustang Mach-1 frá 1971. Hilmar Jacobsen situr í stjórn Íslenska Mustang klúbbsins sem kemur að sýningunni í samvinnu við Brimborg. Hann segir áhugann á Mustang bílum hafa byrjað þegar hann var einungis ellefu ára gamall. „Þetta var árið 1973 en þá flutti bróðir minn inn 1970 Mustang Mach 1 með 351 Cleveland mótor. Þá var ekki aftur snúið því þessi ellefu ára gutti fékk oft að fljóta með stóra bróður og það var spólað um allar götur sem þótti ekki leiðinlegt.“ Hann segir svo margt gera þennan bíl einstakan. „Mustang er ein frægasta, ef ekki frægasta, bílategund í heimi og hefur verið framleiddur stanslaust frá 1964. Bíllinn hefur auk þess komið fram í hundruðum bíómynda og eru þar frægastar Bullit frá 1968 með Steve McQueen og Gone in 60 seconds myndirnar.“ Þannig hefur hann öðlast frægð að sögn Hilmars en ekki síður vegna framleiðslu í tugum milljónum eintaka sem þýðir að enn er til mikið af gömlum bílum sem verið er að gera upp um allan heim. „Það er auðvelt að fá alla varahluti í gamla Mustang bíla og tekur bara nokkra daga að senda á milli heimsálfa. Þetta gerir þá afar vinsæla og svo við tölum nú ekki um „lúkkið“ og allar sögurnar frá því í gamla daga sem gera þá líka svo skemmtilega. Margir áttu svona bíla milli 1970 til 1980 og seldu þá yfirleitt. Svo þegar nýja kynslóðin S197 kom árið 2005, sem var með mikla skírskotun í gamla bílinn, fengu margir gráa fiðringinn og keyptu Mustang. Þannig dafnar hefðin og hópurinn stækkar sem ekur um á Mustang. Það er bara allt sem gerir Mustang sértakan og skemmtilegan.“ Sjálfur keypti Hilmar sinn fyrsta Mustang 1978, þá 16 ára gamall. „Sá bíll er 1966 módel og var málaður svartur og settur á krómfelgur og breið dekk. Hann kom á götuna vorið 1979 en ég á enn þennan bíl sem lítur eins út og hann gerði þá.“ Með árunum hefur áhuginn ekkert minnkað heldur bara þróast til hins betra að hans sögn. „Árið 2006 keypti ég nýjan Mustang Saleen sem var svartur eins og stóri bróðir (þó 1966 billinn sé mun minni) og svo bættist óvart einn Mustang við 2008. Svo á ég í félagi við vin minn 1986 Mustang sem við erum að breyta í hringaksturs tryllitæki sem verður keyrður á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins. Þar keppi ég líka í kvartmílu á 2006 Saleen-inum sem er um 700 hestöfl. Þannig að þú sérð að áhuginn eykst bara með árunum enda er þetta svo gaman.“ Það verður stór dagur á morgun hjá Hilmari eins og fleiri í klúbbnum en skyldi hann vera spenntur fyrir einhverju sérstökum bíl? „Þetta er erfið spurning því þarna verður rjóminn og flestar kynslóðir af þeim Mustöngum sem eru á Íslandi og því miður komum við bara 35 bílum í húsið. Við hefðum getað haft þá 60 sem hefði verið gaman þar sem Mustanginn varð 60 ára þann 17. apríl.“ Ef hann ætti þó að nefna einhverja bíla koma tveir bílar frá Akureyri upp í hugann en það eru bílar sem hafa lítið sést hér á landi. „Hér erum við að tala um 2021 Shelby GT 500 og 2018 Mustang Cobra Jet með um 1400 hestafla mótor. Þessi bíll er númer 22 af 68 framleiddum. Einnig verður þarna nýuppgerður 1965 Mustang fastback sem er algjör listasmíði. Tveir 1968 Shelby og svaðalegt tryllitæki 2007 Cobra Jet keppnisbíll. Ég gæti haldið áfram og talið upp alla bílana sem verða þarna en ég mæli bara með að fólk komi og skoði þessa glæsilegu fáka.“
Bílar Sýningar á Íslandi Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira