Formleg uppgjöf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. maí 2024 09:32 Fyrr á þessu ári lýsti Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, því yfir að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að fólk kæmist með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Þetta er í fyrsta sinn sem gengizt hefur verið við þessu opinberlega. Hafa ófá ríki innan svæðisins brugðist við þessum veruleika á liðnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess sem þó dugir skammt enda úrræðið sem fyrr segir aðeins tímabundið. Forsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Mikill og vaxandi fjöldi fólks hefur komizt með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið árlega á undanförnum árum samkvæmt upplýsingum frá Frontex. Heyrzt hefur í umræðunni að einfalt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til Íslands þar sem þær séu langmest í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er vitanlega lítið gagn að einu hliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar aðildin að svæðinu setur hérlendum lögregluyfirvöldum afar þröngar skorður þegar kemur að landamæraeftirliti gagnvart þeim. Farþegalistarnir duga afar skammt Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að afar takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við því hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið er til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þá má geta þess að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Fyrir vikið er hægt að koma hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins án þess að gefa upp réttar upplýsingar. Þar á meðal nöfn enda hafa slík mál ítrekað komið upp hér á landi. Þeir, sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa lögbrot í hyggju, eru eðli málsins samkvæmt líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar. Þá er ekki að ástæðulausu að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan svæðisins enda hefðbundnu landamæraeftirliti fyrir að fara hér gagnvart ríkjum utan þess. Hending að brotamenn séu stöðvaðir Farþegalistarnir vegna flugs innan Schengen-svæðisins duga með öðrum orðum afar skammt þegar löggæzla er annars vegar. Hagsmunir flugfélaga og lögreglu eru í reynd í grundvallaratriðum gjörólíkir í þessum efnum. Flugfélögin safna þannig umræddum upplýsingum fyrst og fremst í þágu markaðssetningar. Þó minnihluti farþega villi á sér heimildir hefur það ekki mikil áhrif í þeim efnum. Lögreglan hefur hins vegar eðli málsins samkvæmt ekki sízt áhyggjur af þeim farþegum sem kjósa að gefa upp rangar upplýsingar. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem farþegar þyrftu að framvísa vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar á innri landamærunum. Meginforsendan fyrir löngu brostin „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að viðurkenningu á því, að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri, er að finna í sjálfu fyrirkomulagi Schengen-svæðisins. Þannig er heimilt samkvæmt fyrirkomulaginu sem fyrr segir að taka tímabundið upp hefðbundið eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum svæðisins þegar sérstök hætta er talin vera á ferðum. Þá var forsenda þess að talið var óhætt að fella slíkt eftirlit niður innan svæðisins á sínum tíma sú að það yrði tryggt á ytri landamærunum. Sem hefur aldrei verið raunin. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur þannig í reynd aldrei verið uppfyllt á þeim bráðum aldarfjórðungi sem landið hefur átt aðild að svæðinu og bendir fátt ef eitthvað til þess að það eigi eftir að breytast. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að bæði Bretar og Írar kusu að standa utan svæðisins einkum vegna þess að um eyþjóðir er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári lýsti Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, því yfir að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að fólk kæmist með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Þetta er í fyrsta sinn sem gengizt hefur verið við þessu opinberlega. Hafa ófá ríki innan svæðisins brugðist við þessum veruleika á liðnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess sem þó dugir skammt enda úrræðið sem fyrr segir aðeins tímabundið. Forsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Mikill og vaxandi fjöldi fólks hefur komizt með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið árlega á undanförnum árum samkvæmt upplýsingum frá Frontex. Heyrzt hefur í umræðunni að einfalt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til Íslands þar sem þær séu langmest í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er vitanlega lítið gagn að einu hliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar aðildin að svæðinu setur hérlendum lögregluyfirvöldum afar þröngar skorður þegar kemur að landamæraeftirliti gagnvart þeim. Farþegalistarnir duga afar skammt Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að afar takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við því hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið er til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þá má geta þess að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Fyrir vikið er hægt að koma hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins án þess að gefa upp réttar upplýsingar. Þar á meðal nöfn enda hafa slík mál ítrekað komið upp hér á landi. Þeir, sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa lögbrot í hyggju, eru eðli málsins samkvæmt líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar. Þá er ekki að ástæðulausu að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan svæðisins enda hefðbundnu landamæraeftirliti fyrir að fara hér gagnvart ríkjum utan þess. Hending að brotamenn séu stöðvaðir Farþegalistarnir vegna flugs innan Schengen-svæðisins duga með öðrum orðum afar skammt þegar löggæzla er annars vegar. Hagsmunir flugfélaga og lögreglu eru í reynd í grundvallaratriðum gjörólíkir í þessum efnum. Flugfélögin safna þannig umræddum upplýsingum fyrst og fremst í þágu markaðssetningar. Þó minnihluti farþega villi á sér heimildir hefur það ekki mikil áhrif í þeim efnum. Lögreglan hefur hins vegar eðli málsins samkvæmt ekki sízt áhyggjur af þeim farþegum sem kjósa að gefa upp rangar upplýsingar. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem farþegar þyrftu að framvísa vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar á innri landamærunum. Meginforsendan fyrir löngu brostin „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að viðurkenningu á því, að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri, er að finna í sjálfu fyrirkomulagi Schengen-svæðisins. Þannig er heimilt samkvæmt fyrirkomulaginu sem fyrr segir að taka tímabundið upp hefðbundið eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum svæðisins þegar sérstök hætta er talin vera á ferðum. Þá var forsenda þess að talið var óhætt að fella slíkt eftirlit niður innan svæðisins á sínum tíma sú að það yrði tryggt á ytri landamærunum. Sem hefur aldrei verið raunin. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur þannig í reynd aldrei verið uppfyllt á þeim bráðum aldarfjórðungi sem landið hefur átt aðild að svæðinu og bendir fátt ef eitthvað til þess að það eigi eftir að breytast. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að bæði Bretar og Írar kusu að standa utan svæðisins einkum vegna þess að um eyþjóðir er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun