Skoðun

Ég kýs…

Gísli Ásgeirsson skrifar

Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor.

Enn og aftur er kosið að vori og líkt og fyrir 44 árum er minn hugur ljós. Að vísu verðum við barnlaus í þetta sinn, börnin orðin fullorðin og kjósa sjálf en næst yngsta barnabarnið gæti verið með áróður að sínum hætti, spurt afa sinn öðru hverju hvað við værum að gera þarna og endurtekið svarið með tilþrifum.

Við, sem búum þar sem áður stóð Sædýrasafnið í Hafnarfirði, hjeldum nefnilega til fundar í Bæjarbíói 20. mars s.l. Eftir þann fund er er ég jafn öruggur í afstöðu minni og þetta títtnefnda vor. Þar stóð á sviðinu Baldur Þórhallsson, skýrmæltur og skorinorður, gagnorður og málefnalegur og ég hreifst svo að ég hef ekki verið í vafa síðan. Hann verður frábær forseti og ég legg mitt af mörkum, sem er eitt atkvæði. Ef fleiri gera það, verður hægt að fagna sigri í júníbyrjun.

Höfundur er þýðandi, barnakennari og eftirlaunaþegi.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×