Karlar líklegri að ljúga á kostnað annarra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. maí 2024 16:31 Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur virtust hafa meiri andúð á að ljúga fyrir minni ávinning en karlar en að sá munur varð enginn þegar að ávinningur, upphæðin, jókst. Getty Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði. „Við erum nokkur í Háskóla Íslands sem höfum verið að vinna að rannsóknum um heiðarleika og traust innan atferlishagfræðinnar. Það er hægt að rekja samstarf okkar aftur til ársins 2008 þegar við lásum grein Dreber og Johannesson um kynjamun í heiðarleika meðal sænskra háskólanema. Þeirra niðurstöður voru þær að karlar voru líklegri en konur að ljúga á kostnað annarra. Í ljósi þess sem var að gerast á Íslandi á þessum tíma þá fannst okkur spennandi að kanna hvort það sama ætti við á meðal íslenskra háskólanema,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Í okkar rannsóknum erum við að kanna hvað fólk gerir frekar en hvað það segist myndi gera við ákveðnar aðstæður. Við erum að skoða hegðun fólks með tilraunum frekar en viðhorfi með könnunum. Það er hægt að nota báðar aðferðir til að kanna heiðarleika en atferlishagfræðin hefur alltaf lagt meiri áherslu á hvað fólk gerir frekar en hvað fólks segist myndi gera.“ Haukur Freyr Gylfason er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Aðsend Konur ljúga síður fyrir minni ávinning Rannsókninni var þannig háttað að þátttakendur fengu greiddar peningaupphæðir fyrir svörog þannig varð mælanlegt hversu mikið þau voru viljug til að „hagræða sannleikanum“ upp á að eiga þess kost að fá hærri upphæð greidda út. „Í rannsókninni vorum við að kanna hvort upphæðin sem þátttakendur gátu „nælt“ sér í skipti máli. Þá jókst upphæðin frá 100 krónum upp í 4500 krónur sem þátttakendur gátu náð sér í á kostnað annarra,“ segir Haukur. „Þegar um lægri upphæðir er að ræða, til dæmis 100 krónur, virðast íslenskar konur vera síður líklegri til að ljúga en karlar. Það breytist hins vegar þegar upphæðirnar urðu hærri því þegar greiðslan var hækkuð í 1.500 krónur eða meira þá voru konur svipað tilbúnar og karlar til að segja ósatt ef þær töldu að það myndi skila sér í hærri upphæð í þeirra eigin vasa.“ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur virtust hafa meiri andúð á að ljúga fyrir minni ávinning en karlar en að sá munur varð enginn þegar að ávinningur, upphæðin, jókst. Í samræmi við fyrri rannsóknir jókst hlutfall þeirra sem laug eftir því sem ávinningurinn varð meiri. Haukur Freyr segir erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar.Getty Samviskubit gæti spilað inn í Aðspurður um hans sýn á niðurstöðurnar segir Haukur að það sé ekki gefið að konur og karlar hegði sér eins þegar kemur að því að ljúga. „Fleiri rannsóknir en færri sýna að karlar eru líklegri að ljúga á kostnað annarra. Það gerir okkar niðurstöður svo spennandi að það kunni að vera munur á körlum og konum fyrir lágar upphæðir en að hann hverfi þegar upphæðirnar verði hærri. Það er erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar. Við höfum, eins og fleiri, bent á samviskubit sem mögulega skýringu. Ef við lítum á samviskubit sem mögulegan kostnað við það að gera eitthvað af sér þá dugar ef til vill lítill ábati síður fyrir konur en karla til að friða samviskubitið.“ Hvernig væri hægt að nýta þessar niðurstöður eða taka þetta lengra? „Heiðarleiki og traust skipta mjög miklu máli í viðskiptum. Ef það ríkir ekki traust á milli aðila í viðskiptum þá verður viðskiptakostnaður hærri, til dæmis með eftirlitsmyndavélum, með löngum samningum og kostnaðarsömum réttarhöldum, með tilheyrandi hækkun á verði vöru eða þjónustu til neytenda. Því betur sem við skiljum heiðarleika og traust þá getum við mögulega lækkað viðskiptakostnað og aukið ábata neytenda.“ Vísindi Grín og gaman Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Við erum nokkur í Háskóla Íslands sem höfum verið að vinna að rannsóknum um heiðarleika og traust innan atferlishagfræðinnar. Það er hægt að rekja samstarf okkar aftur til ársins 2008 þegar við lásum grein Dreber og Johannesson um kynjamun í heiðarleika meðal sænskra háskólanema. Þeirra niðurstöður voru þær að karlar voru líklegri en konur að ljúga á kostnað annarra. Í ljósi þess sem var að gerast á Íslandi á þessum tíma þá fannst okkur spennandi að kanna hvort það sama ætti við á meðal íslenskra háskólanema,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Í okkar rannsóknum erum við að kanna hvað fólk gerir frekar en hvað það segist myndi gera við ákveðnar aðstæður. Við erum að skoða hegðun fólks með tilraunum frekar en viðhorfi með könnunum. Það er hægt að nota báðar aðferðir til að kanna heiðarleika en atferlishagfræðin hefur alltaf lagt meiri áherslu á hvað fólk gerir frekar en hvað fólks segist myndi gera.“ Haukur Freyr Gylfason er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Aðsend Konur ljúga síður fyrir minni ávinning Rannsókninni var þannig háttað að þátttakendur fengu greiddar peningaupphæðir fyrir svörog þannig varð mælanlegt hversu mikið þau voru viljug til að „hagræða sannleikanum“ upp á að eiga þess kost að fá hærri upphæð greidda út. „Í rannsókninni vorum við að kanna hvort upphæðin sem þátttakendur gátu „nælt“ sér í skipti máli. Þá jókst upphæðin frá 100 krónum upp í 4500 krónur sem þátttakendur gátu náð sér í á kostnað annarra,“ segir Haukur. „Þegar um lægri upphæðir er að ræða, til dæmis 100 krónur, virðast íslenskar konur vera síður líklegri til að ljúga en karlar. Það breytist hins vegar þegar upphæðirnar urðu hærri því þegar greiðslan var hækkuð í 1.500 krónur eða meira þá voru konur svipað tilbúnar og karlar til að segja ósatt ef þær töldu að það myndi skila sér í hærri upphæð í þeirra eigin vasa.“ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur virtust hafa meiri andúð á að ljúga fyrir minni ávinning en karlar en að sá munur varð enginn þegar að ávinningur, upphæðin, jókst. Í samræmi við fyrri rannsóknir jókst hlutfall þeirra sem laug eftir því sem ávinningurinn varð meiri. Haukur Freyr segir erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar.Getty Samviskubit gæti spilað inn í Aðspurður um hans sýn á niðurstöðurnar segir Haukur að það sé ekki gefið að konur og karlar hegði sér eins þegar kemur að því að ljúga. „Fleiri rannsóknir en færri sýna að karlar eru líklegri að ljúga á kostnað annarra. Það gerir okkar niðurstöður svo spennandi að það kunni að vera munur á körlum og konum fyrir lágar upphæðir en að hann hverfi þegar upphæðirnar verði hærri. Það er erfitt að útskýra hvers vegna konur kunna síður að ljúga fyrir lágar upphæðir en karlar. Við höfum, eins og fleiri, bent á samviskubit sem mögulega skýringu. Ef við lítum á samviskubit sem mögulegan kostnað við það að gera eitthvað af sér þá dugar ef til vill lítill ábati síður fyrir konur en karla til að friða samviskubitið.“ Hvernig væri hægt að nýta þessar niðurstöður eða taka þetta lengra? „Heiðarleiki og traust skipta mjög miklu máli í viðskiptum. Ef það ríkir ekki traust á milli aðila í viðskiptum þá verður viðskiptakostnaður hærri, til dæmis með eftirlitsmyndavélum, með löngum samningum og kostnaðarsömum réttarhöldum, með tilheyrandi hækkun á verði vöru eða þjónustu til neytenda. Því betur sem við skiljum heiðarleika og traust þá getum við mögulega lækkað viðskiptakostnað og aukið ábata neytenda.“
Vísindi Grín og gaman Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira