Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 17:36 Þann 1. maí hóf félagið flugferðir til Færeyja og síðar í mánuðinum hefjast flugferðir til Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. Þetta kemur fram í fréttatilynningu frá Icelandair, en félagið birti flutningatölur í kauphöll fyrr í dag. Þar kemur fram að í mánuðinum hafi 27 prósent farþega verið á leið til landsins, 17 prósent frá landinu, 49 prósent voru tengifarþegar og 7 prósent ferðuðust innanlands. Þá segir að framboð hafi aukist um 11 prósent frá apríl á síðasta ári og farþegaflutningar mældir í tekjufarþegakílómetrum jukust um 8 prósent. Sætanýting var 81 prósent og stundvísi var 88,3 prósent, 7,8 prósentustigum hærri en í apríl 2023. Hefja flug til Pittsburgh „Í apríl fluttum við þrjú hundruð þúsund farþega og það sem af er ári hafa farþegar verið yfir ein milljón talsins. Þetta er heilbrigður vöxtur farþega en fækkun farþega til og frá landinu í mánuðinum skýrist af því að páskarnir voru í mars á þessu ári en í apríl í fyrra. Eftirspurn í tengiflugi heldur áfram að vera sterk og næstum helmingur farþega okkar voru tengifarþegar, samanborið við 40% í fyrra,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í fréttatilkynningu. „Þessar tölur sýna skýrt sveigjanleikann í leiðakerfinu okkar og hvernig við getum með öflugri tekjustýringu fært framboðið til þeirra markaða þar sem eftirspurnin er sterkust á hverjum tíma. Ég er mjög ánægður að sjá áframhaldandi góða stundvísi. Hún skýrist af skýrum áherslum félagsins og frábærri vinnu Icelandair teymisins. Í maí kynnum við þrjá nýja sumaráfangastaði. Þann 1. maí hófum við flug til Færeyja og síðar í mánuðinum hefjum við flug til Pittsburgh og Halifax,“ segir Bogi jafnframt. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilynningu frá Icelandair, en félagið birti flutningatölur í kauphöll fyrr í dag. Þar kemur fram að í mánuðinum hafi 27 prósent farþega verið á leið til landsins, 17 prósent frá landinu, 49 prósent voru tengifarþegar og 7 prósent ferðuðust innanlands. Þá segir að framboð hafi aukist um 11 prósent frá apríl á síðasta ári og farþegaflutningar mældir í tekjufarþegakílómetrum jukust um 8 prósent. Sætanýting var 81 prósent og stundvísi var 88,3 prósent, 7,8 prósentustigum hærri en í apríl 2023. Hefja flug til Pittsburgh „Í apríl fluttum við þrjú hundruð þúsund farþega og það sem af er ári hafa farþegar verið yfir ein milljón talsins. Þetta er heilbrigður vöxtur farþega en fækkun farþega til og frá landinu í mánuðinum skýrist af því að páskarnir voru í mars á þessu ári en í apríl í fyrra. Eftirspurn í tengiflugi heldur áfram að vera sterk og næstum helmingur farþega okkar voru tengifarþegar, samanborið við 40% í fyrra,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í fréttatilkynningu. „Þessar tölur sýna skýrt sveigjanleikann í leiðakerfinu okkar og hvernig við getum með öflugri tekjustýringu fært framboðið til þeirra markaða þar sem eftirspurnin er sterkust á hverjum tíma. Ég er mjög ánægður að sjá áframhaldandi góða stundvísi. Hún skýrist af skýrum áherslum félagsins og frábærri vinnu Icelandair teymisins. Í maí kynnum við þrjá nýja sumaráfangastaði. Þann 1. maí hófum við flug til Færeyja og síðar í mánuðinum hefjum við flug til Pittsburgh og Halifax,“ segir Bogi jafnframt.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira