„Grét rosa mikið út af öllu og engu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. maí 2024 09:45 Elísa Kristinsdóttir náði mögnuðum árangri um helgina og stefnir hærra. Vísir/Bjarni Þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti kom Elísa Kristinsdóttir, sá og sigraði í Bakgarðshlaupinu um nýliðna helgi. Hún er einstæð móðir í fullu starfi sem nær engu að síður að hlaupa yfir 100 kílómetra á viku. Mari Järsk greip fyrirsagnirnar sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð sem lauk á mánudagskvöld. Þá hafði keppni staðið yfir frá því klukkan níu á laugardagsmorgni. Elísa Kristinsdóttir stóðst Mari hins vegar svo sannarlega snúning og hljóp jafn langt, og jafn lengi og hún í hlaupinu. Elísa náði lokahring hlaupsins hins vegar ekki á tilsettum tíma, hlaupinu lauk og Mari stóð uppi sem sigurvegari. En hvernig er líðanin í skrokknum tveimur dögum eftir að hafa hlaupið látlaust í 57 klukkustundir og farið 382 kílómetra? „Mér líður mjög vel og er bara fersk,“ segir Elísa í samtali við Stöð 2. „Ég er með smá bólgur í fótunum og blöðrur en fyrir utan það er ég mjög góð.“ „Ég er bara búin að vera í slökun, að mestu. Að hvíla mig og hafa það rólegt og stefni á það áfram,“ segir Elísa um dagana eftir hlaupið. Henni hefur ekki gengið sem best að sofa eftir átökin, þar sem það tekur sinn tíma að ná púlsinum niður. „Ég náði samt alveg sex, sjö tímum í nótt og var mjög sátt við það. Púlsinn er mjög hár. Ég er ekki að ná góðum djúpsvefni núna, en það kemur,“ „Þetta tekur smá tíma en ég myndi halda að púlsinn fari að droppa niður og ég nái góðum svefni í nótt eða á morgun. Ég verð róleg næstu tvær vikurnar og leyfi bólgunum að fara úr líkamanum áður en ég fer eitthvað af stað. Maður verður að vera skynsamur,“ segir Elísa. „Ég er ekki búin að meðtaka þetta,“ segir Elísa um tilfinningarnar eftir hlaupið. „Ég var mjög meyr. Ég grét rosa mikið í gær út af öllu og engu. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og mikið þakklæti.“ Orðin kengrugluð aðfaranótt mánudags Aðspurð hvað hafi mest reynt á um helgina segir Elísa það hafa verið aðfaranótt mánudags. Myrkrið lék hana grátt, hún orðin gríðarlega þreytt og farin að sjá ofsjónir. Hún var ákveðin í því að harka það af sér, sem gekk eftir. „Sunnudagsnóttin, alveg klárlega, hún var lang erfiðust fyrir mér. Ég átti mjög erfitt þarna fimm, sex klukkutíma þessa nótt. Ég var orðin alveg rugluð og það var búið að hægjast á mér á meðan þau voru enn að rúlla. Ég var bara ein í skóginum og það var erfitt. Ég beið eftir því að það myndi birta en var búin að ákveða að ég myndi komast í gegnum það og ég gerði það,“ segir Elísa. Elísa var afar öflug í Öskjuhlíðinni um helgina.Vísir/Vilhelm „Ég man eiginlega ekkert eftir þessum tíma. Ég var ótrúlega þreytt, ég gat ekki haldið augunum opnum. Ég fékk aðeins í magann, var óglatt og langaði ekki í neinn mat en ég vissi að ég gæti komist í gegnum það,“ „Svo var ég farin að sjá allskonar rugl. Það var helst í skóginum. Ég sé steina þar sem eru ekki steinar, allskonar dýr, eitthvað á steinunum, sem er ekki þar. Ég hafði upplifað þetta örlítið í september og vissi að það væri ekkert þarna, ég þyrfti ekki að óttast neitt. Ég þyrfti að komast í gegnum þetta og áfram gakk,“ „Ég var alveg orðin kolrugluð,“ segir Elísa sem man til þess að hafa tekið upp myndband þar sem hún hafi sagst ætla að hætta í hlaupinu. Þegar hún ætlaði að sýna vinkonu sinni myndbandið eftir hlaupið var það hvergi að finna. „Það er ekkert myndband, ég veit ekki við hvern ég var að tala,“ segir Elísa og hlær. Þetta sé partur af þessum hlaupum og svefnleysinu sem þeim fylgja. Mikið trúnó á meðan hlaupinu stóð Sigurvegari hlaupsins, Mari Järsk, sagði frá því í samtali við Vísi í gær að stuðningur Elísu og Andra Guðmundssonar, sem hljóp einnig yfir 50 hringi, hafi verið ómetanlegur í gegnum þyngstu klukkustundirnar. Elísa tekur heilshugar undir það. „Það var ómetanlegt að gera þetta saman. Það var geggjað að rúlla með Mari og Andra. Ég myndi ekki breyta neinu,“ „Við erum búin að vera á miklu trúnói. Ég veit allt um líf þeirra núna. Það er mjög gott að geta dreift huganum, hugsað um annað og gleyma sér í kjaftagangi,“ segir Elísa sem var ekki með hugann við að vinna hlaupið, heldur fara eins langt og hún gæti til að komast ofar á heimslista. „Ég var aldrei neitt að reyna að vinna hana (Mari). Bara að reyna að komast ofar á þennan heimslista,“ segir Elísa. „Fyrir mér erum við báðar sigurvegarar í þessu hlaupi.“ Það tókst vel. Þær Mari komust á meðal tíu efstu í heiminum, afrek sem Elísa er enn að taka inn. „Það er alveg magnað. Ég er ekki búin að meðtaka það. Það á eftir að koma eitthvað meira með það, einhverjar tilfinningar. Maður er mjög stoltur af því að hafa náð þessu.“ Einstæð móðir í fullu starfi sem hleypur 100 kílómetra á viku Elísa prófaði fyrst að taka þátt í Bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum en var þá án alls búnaðar matar og slíks sem til þarf. Fyrir ári síðan en hljóp þá 17 hringi, sem er nú ekki slakt, gerir tæplega 114 kílómetra. Hún hljóp svo 37 hringi í hlaupinu í október og nú síðast um helgina hélt hún sér gangandi í 57 klukkustundir. Þær Elísa og Mari Järsk slógu á létta strengi er þær hlupu heilu sólarhringana.Vísir/Vilhelm En hvað liggur að baki þessum lygilega hraða uppgangi? „Þetta er bara góð þjálfun, fyrst og fremst. Þú þarft að þjálfa fæturna í að geta farið þessa vegalengd og vilja þetta nógu mikið. Ég vil þetta svo ótrúlega sterkt, og finnst þetta svo skemmtilegt. Ég er alltaf spennt að fara á hverja einustu æfingu,“ „Ég reyni að miða við allavega ellefu tíma í viku, ég er sátt við ellefu til fimmtán en fór mest upp í sautján. Ég er minna að horfa á kílómetrana. En að meðaltali eru það í 110 kílómetrum á viku, á milli 100 og 140,“ segir Elísa. Það krefst mikils skipulags að para svo miklar æfingar með vinnu og móðurhlutverkinu. „Þetta gengur, en þú þarft að vera mjög skipulagður. Ég er í 100 prósent vinnu og er einstæð móðir 50 prósent af tímanum. Ég er búin að skrifa niður mánuðinn, klukkan hvað ég er æfa, vinna, með strákinn minn hér. Þetta er allt mjög skipulagt,“ Alltaf léttar og hafa nóg að ræða í næsta hlaupi í haust.Vísir/Vilhelm „Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Ég er með mjög gott stuðningsnet líka. Systir mín er mjög dugleg að passa fyrir mig, eins og um helgar þegar ég er með strákinn minn, svo ég geti æft. Það er ómetanlegt,“ segir Elísa. Hlakkar til haustsins Elísa ætlar að hlaupa í allt sumar, þræða langhlaupin sem fram fara um allt land og hlaupa líka í 300 kílómetra á Ítalíu. Hún er þá afar spennt fyrir landsliðskeppninni í bakgarðshlaupinu í október, og að hlaupa þar aftur langt með Mari. En munu þær hafa eitthvað að tala um á hlaupunum þar? Tæmdu þær það ekki á 57 klukkustundunum um helgina? „Við getum endalaust talað. Við getum blaðrað og blaðrað, það er mjög gaman hjá okkur,“ segir Elísa hlægjandi að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sjá meira
Mari Järsk greip fyrirsagnirnar sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð sem lauk á mánudagskvöld. Þá hafði keppni staðið yfir frá því klukkan níu á laugardagsmorgni. Elísa Kristinsdóttir stóðst Mari hins vegar svo sannarlega snúning og hljóp jafn langt, og jafn lengi og hún í hlaupinu. Elísa náði lokahring hlaupsins hins vegar ekki á tilsettum tíma, hlaupinu lauk og Mari stóð uppi sem sigurvegari. En hvernig er líðanin í skrokknum tveimur dögum eftir að hafa hlaupið látlaust í 57 klukkustundir og farið 382 kílómetra? „Mér líður mjög vel og er bara fersk,“ segir Elísa í samtali við Stöð 2. „Ég er með smá bólgur í fótunum og blöðrur en fyrir utan það er ég mjög góð.“ „Ég er bara búin að vera í slökun, að mestu. Að hvíla mig og hafa það rólegt og stefni á það áfram,“ segir Elísa um dagana eftir hlaupið. Henni hefur ekki gengið sem best að sofa eftir átökin, þar sem það tekur sinn tíma að ná púlsinum niður. „Ég náði samt alveg sex, sjö tímum í nótt og var mjög sátt við það. Púlsinn er mjög hár. Ég er ekki að ná góðum djúpsvefni núna, en það kemur,“ „Þetta tekur smá tíma en ég myndi halda að púlsinn fari að droppa niður og ég nái góðum svefni í nótt eða á morgun. Ég verð róleg næstu tvær vikurnar og leyfi bólgunum að fara úr líkamanum áður en ég fer eitthvað af stað. Maður verður að vera skynsamur,“ segir Elísa. „Ég er ekki búin að meðtaka þetta,“ segir Elísa um tilfinningarnar eftir hlaupið. „Ég var mjög meyr. Ég grét rosa mikið í gær út af öllu og engu. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og mikið þakklæti.“ Orðin kengrugluð aðfaranótt mánudags Aðspurð hvað hafi mest reynt á um helgina segir Elísa það hafa verið aðfaranótt mánudags. Myrkrið lék hana grátt, hún orðin gríðarlega þreytt og farin að sjá ofsjónir. Hún var ákveðin í því að harka það af sér, sem gekk eftir. „Sunnudagsnóttin, alveg klárlega, hún var lang erfiðust fyrir mér. Ég átti mjög erfitt þarna fimm, sex klukkutíma þessa nótt. Ég var orðin alveg rugluð og það var búið að hægjast á mér á meðan þau voru enn að rúlla. Ég var bara ein í skóginum og það var erfitt. Ég beið eftir því að það myndi birta en var búin að ákveða að ég myndi komast í gegnum það og ég gerði það,“ segir Elísa. Elísa var afar öflug í Öskjuhlíðinni um helgina.Vísir/Vilhelm „Ég man eiginlega ekkert eftir þessum tíma. Ég var ótrúlega þreytt, ég gat ekki haldið augunum opnum. Ég fékk aðeins í magann, var óglatt og langaði ekki í neinn mat en ég vissi að ég gæti komist í gegnum það,“ „Svo var ég farin að sjá allskonar rugl. Það var helst í skóginum. Ég sé steina þar sem eru ekki steinar, allskonar dýr, eitthvað á steinunum, sem er ekki þar. Ég hafði upplifað þetta örlítið í september og vissi að það væri ekkert þarna, ég þyrfti ekki að óttast neitt. Ég þyrfti að komast í gegnum þetta og áfram gakk,“ „Ég var alveg orðin kolrugluð,“ segir Elísa sem man til þess að hafa tekið upp myndband þar sem hún hafi sagst ætla að hætta í hlaupinu. Þegar hún ætlaði að sýna vinkonu sinni myndbandið eftir hlaupið var það hvergi að finna. „Það er ekkert myndband, ég veit ekki við hvern ég var að tala,“ segir Elísa og hlær. Þetta sé partur af þessum hlaupum og svefnleysinu sem þeim fylgja. Mikið trúnó á meðan hlaupinu stóð Sigurvegari hlaupsins, Mari Järsk, sagði frá því í samtali við Vísi í gær að stuðningur Elísu og Andra Guðmundssonar, sem hljóp einnig yfir 50 hringi, hafi verið ómetanlegur í gegnum þyngstu klukkustundirnar. Elísa tekur heilshugar undir það. „Það var ómetanlegt að gera þetta saman. Það var geggjað að rúlla með Mari og Andra. Ég myndi ekki breyta neinu,“ „Við erum búin að vera á miklu trúnói. Ég veit allt um líf þeirra núna. Það er mjög gott að geta dreift huganum, hugsað um annað og gleyma sér í kjaftagangi,“ segir Elísa sem var ekki með hugann við að vinna hlaupið, heldur fara eins langt og hún gæti til að komast ofar á heimslista. „Ég var aldrei neitt að reyna að vinna hana (Mari). Bara að reyna að komast ofar á þennan heimslista,“ segir Elísa. „Fyrir mér erum við báðar sigurvegarar í þessu hlaupi.“ Það tókst vel. Þær Mari komust á meðal tíu efstu í heiminum, afrek sem Elísa er enn að taka inn. „Það er alveg magnað. Ég er ekki búin að meðtaka það. Það á eftir að koma eitthvað meira með það, einhverjar tilfinningar. Maður er mjög stoltur af því að hafa náð þessu.“ Einstæð móðir í fullu starfi sem hleypur 100 kílómetra á viku Elísa prófaði fyrst að taka þátt í Bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum en var þá án alls búnaðar matar og slíks sem til þarf. Fyrir ári síðan en hljóp þá 17 hringi, sem er nú ekki slakt, gerir tæplega 114 kílómetra. Hún hljóp svo 37 hringi í hlaupinu í október og nú síðast um helgina hélt hún sér gangandi í 57 klukkustundir. Þær Elísa og Mari Järsk slógu á létta strengi er þær hlupu heilu sólarhringana.Vísir/Vilhelm En hvað liggur að baki þessum lygilega hraða uppgangi? „Þetta er bara góð þjálfun, fyrst og fremst. Þú þarft að þjálfa fæturna í að geta farið þessa vegalengd og vilja þetta nógu mikið. Ég vil þetta svo ótrúlega sterkt, og finnst þetta svo skemmtilegt. Ég er alltaf spennt að fara á hverja einustu æfingu,“ „Ég reyni að miða við allavega ellefu tíma í viku, ég er sátt við ellefu til fimmtán en fór mest upp í sautján. Ég er minna að horfa á kílómetrana. En að meðaltali eru það í 110 kílómetrum á viku, á milli 100 og 140,“ segir Elísa. Það krefst mikils skipulags að para svo miklar æfingar með vinnu og móðurhlutverkinu. „Þetta gengur, en þú þarft að vera mjög skipulagður. Ég er í 100 prósent vinnu og er einstæð móðir 50 prósent af tímanum. Ég er búin að skrifa niður mánuðinn, klukkan hvað ég er æfa, vinna, með strákinn minn hér. Þetta er allt mjög skipulagt,“ Alltaf léttar og hafa nóg að ræða í næsta hlaupi í haust.Vísir/Vilhelm „Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Ég er með mjög gott stuðningsnet líka. Systir mín er mjög dugleg að passa fyrir mig, eins og um helgar þegar ég er með strákinn minn, svo ég geti æft. Það er ómetanlegt,“ segir Elísa. Hlakkar til haustsins Elísa ætlar að hlaupa í allt sumar, þræða langhlaupin sem fram fara um allt land og hlaupa líka í 300 kílómetra á Ítalíu. Hún er þá afar spennt fyrir landsliðskeppninni í bakgarðshlaupinu í október, og að hlaupa þar aftur langt með Mari. En munu þær hafa eitthvað að tala um á hlaupunum þar? Tæmdu þær það ekki á 57 klukkustundunum um helgina? „Við getum endalaust talað. Við getum blaðrað og blaðrað, það er mjög gaman hjá okkur,“ segir Elísa hlægjandi að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sjá meira