Holan í kerfinu Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 10. maí 2024 14:01 Hjól samfélagsins snúast aðeins með sanngjörnum framlögum allra til samneyslunnar. Stærsti hluti almennings greiðir skatta af launum sínum, sem fara svo til ríkis og sveitarfélaga, sem starfrækja þau grunnkerfi sem við ætlumst til að séu til staðar í samfélaginu. Allir vilja að kerfin sem við treystum á virki hnökralaust og að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins, það finnst okkur flestum sanngjarnt. Að taka ekki þátt Skýrar vísbendingar eru um að hérlendis sé fólk sem sniðgengur skattgreiðslur með því að skrá launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur. Þó flestir Íslendingar afli launatekna þá eru sumir sem afla einungis fjármagnstekna, má þar nefna vaxtatekjur, arð, söluhagnað, leigutekjur og fleira. Af fjármagnstekjum er innheimt lægri skattprósenta auk þess sem ekki er innheimt útsvar til þess sveitarfélags sem viðkomandi er búsettur í. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að sveitarfélög fái útsvar frá öllum þeim sem nýta þjónustu en sú þjónusta er annars vegna lögbundin og hins vegar ólögbundin en þykir þó í flestum tilfellum sjálfsögð. Stoppum í gatið Það að skapa velferðarsamfélag krefst þess að allir taki þátt og leggi sitt á vogarskálarnar. Lengi hefur verið varað við þessu ósamræmi og hvernig ákveðin hópur fólks kemst hjá réttlátum skattgreiðslum. Árlega er talið að ríkissjóður verði af mörgum milljörðum króna í núverandi fyrirkomulagi. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í stjórnarsáttmála að endurskoða regluverk í kringum tekjutilflutning og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Í september 2022 hóf starfshópur störf á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattlagningu launa og reiknuð laun og skilaði hópurinn skýrslu til ráðherra í september 2023 og var hún kynnt í ríkisstjórn í desember sama ár. Lagði hópurinn m.a. til að strax yrði farið í breytingar sem ekki kölluðu á lagabreytingar auk tillagna sem þarfnast aðkomu löggjafans. Undirritaður vonast til að frumvarp þess efnis rati bráðlega inn til Alþingis. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf sem allra fyrst og vonast ég til þess að um það ríki þverpólitísk samstaða á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hjól samfélagsins snúast aðeins með sanngjörnum framlögum allra til samneyslunnar. Stærsti hluti almennings greiðir skatta af launum sínum, sem fara svo til ríkis og sveitarfélaga, sem starfrækja þau grunnkerfi sem við ætlumst til að séu til staðar í samfélaginu. Allir vilja að kerfin sem við treystum á virki hnökralaust og að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins, það finnst okkur flestum sanngjarnt. Að taka ekki þátt Skýrar vísbendingar eru um að hérlendis sé fólk sem sniðgengur skattgreiðslur með því að skrá launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur. Þó flestir Íslendingar afli launatekna þá eru sumir sem afla einungis fjármagnstekna, má þar nefna vaxtatekjur, arð, söluhagnað, leigutekjur og fleira. Af fjármagnstekjum er innheimt lægri skattprósenta auk þess sem ekki er innheimt útsvar til þess sveitarfélags sem viðkomandi er búsettur í. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að sveitarfélög fái útsvar frá öllum þeim sem nýta þjónustu en sú þjónusta er annars vegna lögbundin og hins vegar ólögbundin en þykir þó í flestum tilfellum sjálfsögð. Stoppum í gatið Það að skapa velferðarsamfélag krefst þess að allir taki þátt og leggi sitt á vogarskálarnar. Lengi hefur verið varað við þessu ósamræmi og hvernig ákveðin hópur fólks kemst hjá réttlátum skattgreiðslum. Árlega er talið að ríkissjóður verði af mörgum milljörðum króna í núverandi fyrirkomulagi. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í stjórnarsáttmála að endurskoða regluverk í kringum tekjutilflutning og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Í september 2022 hóf starfshópur störf á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um skattlagningu launa og reiknuð laun og skilaði hópurinn skýrslu til ráðherra í september 2023 og var hún kynnt í ríkisstjórn í desember sama ár. Lagði hópurinn m.a. til að strax yrði farið í breytingar sem ekki kölluðu á lagabreytingar auk tillagna sem þarfnast aðkomu löggjafans. Undirritaður vonast til að frumvarp þess efnis rati bráðlega inn til Alþingis. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf sem allra fyrst og vonast ég til þess að um það ríki þverpólitísk samstaða á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun