„Gæti orðið spennandi verkefni að vera í botnbaráttu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. maí 2024 20:03 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs. „Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla Valur KA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla Valur KA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira