Forseti sem gefur kjark og von Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:30 Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun