Tiger trúir enn á sjálfan sig: „Líður enn eins og ég geti unnið golfmót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 23:30 Tiger Woods er klár í slaginn fyrir PGA Meistaramótið í golfi. Ross Kinnaird/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur enn trú á því að hann geti unnið sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið í golfi fer fram um helgina. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira