Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2024 10:53 Kevin Spacey hefur ekki sést á skjánum í ansi mörg ár. EPA-EFE/ANDY RAIN Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Meðal þeirra sem hafa stigið fram í breskum miðlum og tjáð þessa skoðun sína eru Sharon Stone, Liam Neeson og Stephen Fry. Leikarinn var í fyrra sýknaður í máli fjögurra breskra manna sem sögðu hann hafa brotið á þeim á barnsaldri. Hann hefur einnig verið sýknaður í máli leikarans Anthony Rapp sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á barnsaldri. Í bígerð er heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi leikarans, sem framleidd er af Channel 4. Þar eru ýmsir menn sagðir munu stíga fram og lýsa brotum leikarans. Sjálfur hefur Spacey sagst hvergi banginn. Segja leikarann þegar hafa sætt afleiðingum „Ég get ekki beðið eftir því að sjá Kevin Spacey mæta aftur til starfa. Hann er snillingur. Hann er svo glæsilegur og skemmtilegur, örlátur og veit meira um þennan bransa en flest okkar munu nokkurn tímann gera,“ segir Sharon Stone meðal annars í breskum miðlum. Liam Neeson tekur í svipaðan streng, að því er segir í umfjöllun Sky fréttastofu. „Kevin er góður maður og mikill karakter. Persónulega finnst mér bransinn þurfa á honum að halda og hans er sárt saknað.“ Stephen Fry segir Spacey bæði hafa verið klaufalegan og óviðeigandi við mörg tilefni. Hann segir það þó ekki réttlæta að ráðast í gerð heillar heimildarmyndar um ásakanir sem hann hafi ekki verið kærður fyrir. Myndin muni byggja á orðum en ekki sönnunargögnum. „Nema eitthvað hafi farið framhjá mér þá finnst mér hann þegar hafa sætt afleiðingum.“ Áður en mennirnir stigu fram var Kevin Spacey á mála hjá Netflix streymisveitunni þar sem hann fór með aðalhlutverkið í dramaþáttunum House of Cards sem Frank Underwood. Þá stóð til að hann myndi leika í nokkrum bíómyndum en honum var kippt út fyrir aðra leikara eftir að ásakanirnar bárust. Síðan hefur ekki sést tangur né tetur af leikaranum á skjánum, utan skringilegra Youtube myndbanda. Þar virðist tjá sig um mál sín en ýjar þó að því að hann sé þar að fara með hlutverk Frank Underwood, persónu sinnar úr House of Cards. Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa stigið fram í breskum miðlum og tjáð þessa skoðun sína eru Sharon Stone, Liam Neeson og Stephen Fry. Leikarinn var í fyrra sýknaður í máli fjögurra breskra manna sem sögðu hann hafa brotið á þeim á barnsaldri. Hann hefur einnig verið sýknaður í máli leikarans Anthony Rapp sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á barnsaldri. Í bígerð er heimildarmynd um meint kynferðisofbeldi leikarans, sem framleidd er af Channel 4. Þar eru ýmsir menn sagðir munu stíga fram og lýsa brotum leikarans. Sjálfur hefur Spacey sagst hvergi banginn. Segja leikarann þegar hafa sætt afleiðingum „Ég get ekki beðið eftir því að sjá Kevin Spacey mæta aftur til starfa. Hann er snillingur. Hann er svo glæsilegur og skemmtilegur, örlátur og veit meira um þennan bransa en flest okkar munu nokkurn tímann gera,“ segir Sharon Stone meðal annars í breskum miðlum. Liam Neeson tekur í svipaðan streng, að því er segir í umfjöllun Sky fréttastofu. „Kevin er góður maður og mikill karakter. Persónulega finnst mér bransinn þurfa á honum að halda og hans er sárt saknað.“ Stephen Fry segir Spacey bæði hafa verið klaufalegan og óviðeigandi við mörg tilefni. Hann segir það þó ekki réttlæta að ráðast í gerð heillar heimildarmyndar um ásakanir sem hann hafi ekki verið kærður fyrir. Myndin muni byggja á orðum en ekki sönnunargögnum. „Nema eitthvað hafi farið framhjá mér þá finnst mér hann þegar hafa sætt afleiðingum.“ Áður en mennirnir stigu fram var Kevin Spacey á mála hjá Netflix streymisveitunni þar sem hann fór með aðalhlutverkið í dramaþáttunum House of Cards sem Frank Underwood. Þá stóð til að hann myndi leika í nokkrum bíómyndum en honum var kippt út fyrir aðra leikara eftir að ásakanirnar bárust. Síðan hefur ekki sést tangur né tetur af leikaranum á skjánum, utan skringilegra Youtube myndbanda. Þar virðist tjá sig um mál sín en ýjar þó að því að hann sé þar að fara með hlutverk Frank Underwood, persónu sinnar úr House of Cards.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira