Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2024 21:41 Síðasta myndin sem tekin var af norska selfangaranum MS Brattind. Ishavsmuseet Aarvak Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira