Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2024 10:54 Úkraínskir hermenn segja skotfæri fyrir stórskotaliðsvopn og sprengjuvörpur byrjað að berast á víglínuna. AP/Iryna Rybakova Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Biden hefur ekki viljað leyfa Úkraínumönnum að nota dróna frá Bandaríkjunum, Himars-kerfi eða ATAMCS eldflaugar til árása í Rússlandi, af ótta við stigmögnun. Nú á sér hins vegar stað umræða um að draga úr þessum takmörkunum svo Úkraínumenn geti gert árásir á eldflaugakerfi og stórskotaliðsvopn Rússa nærri Karkív, samkvæmt frétt new York Times. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur umræðan ekki enn náð á borð Bidens með formlegum hætti. Blinken er þó sagður hafa það í huga. Rússar hafa á undanförnum vikum gert umfangsmiklar árásir nærri Karkív-borg, í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu. Borgin er sú næst stærsta í Úkraínu og situr í einungis þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Russia struck Kharkiv and Lyubotyn with multiple missiles, leading to casualties and destruction.This heinous attack must remind everyone around the world that Ukraine still urgently needs seven “Patriot” systems. We are very grateful to Germany for announcing one additional… pic.twitter.com/wtJES3l370— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) May 23, 2024 Rússar hafa komið fyrir vopnum þeirra megin við landamærin og eru þau notuð til að gera árásir á úkraínska hermenn og borgara í Karkív. Úkraínumenn hafa ekki getað notað bandarísk vopn til að ráðast á Rússa og draga úr þessum árásum. Úkraínumenn vilja einnig nota bandarísk vopn til árása á rússneska innviði og olíuvinnslur. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á Karkív-borg á undanförnum vikum. Þær hafa komið verulega niður á íbúum borgarinnar.Getty/Vlada Liberova Bretar leyfa árásir Ráðamenn í Bretlandi hafa sagt að Úkraínumenn megi nota „Storm Shadow“ stýriflaugar frá þeim til árása innan landamæra Rússlands. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði nýverið að Úkraínumenn hefðu rétt á því að svara fyrir sig. Þau ummæli leiddu, auk annarra, til þess að Rússar héldu opinberar æfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn á dögunum. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja ráðamanna Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Bandaríkjamenn eru einnig sagðir vera að íhuga að senda bandaríska hermenn til vesturhluta Úkraínu, þar sem þeir myndu koma að því að þjálfa úkraínska hermenn. Það yrði gert í stað þess að senda þá til herbúða í Þýskalandi. Biden hefur hingað til ekki viljað senda hermenn til Úkraínu en verði það gert vekur það upp spurningar um hvernig Bandaríkjamenn myndu bregðast við því ef bandarískir hermenn féllu í árásum Rússa. Rússar gera ekki oft árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Meiri skotfæri á víglínunni Reuters sagði frá því á dögunum að ný skotfæri frá Bandaríkjunum hefðu borist á víglínuna í Úkraínu og að stórskotalið Úkraínu ætti ekki lengur í vanda vegna mikils skorts sem þeir hafa þurft að eiga við á undanförnum mánuðum. Blaðamaður Reuters ræddi meðal annars við hermenn sem tóku þátt í bardaganum um Bakmút í fyrra en þeir sögðu átökin í Karkív vera harðari en átökin um Bakmút. „Það er mun „heitara“ hér. Við höfðum ekki skotfærin þar. Hérna höfum við í það minnsta sprengikúlur, þær eru byrjaðir að berast. Við höfum eitthvað til að vinna með, til að berjast,“ sagði einn hermannanna. Á kortunum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá hvernig staðan í Úkraínu er þessa dagana og hvar helstu bardgararnir eiga sér stað. 2/ pic.twitter.com/mMwJkLn06G— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 23, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa skotið geimvopni á sporbaug Bandaríkjamenn segja að Rússar hafi skotið á loft gervihnetti í síðustu viku sem þeir telja að sé vopnum búinn og geti því skotið aðra gervihnetti niður. 22. maí 2024 07:39 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Biden hefur ekki viljað leyfa Úkraínumönnum að nota dróna frá Bandaríkjunum, Himars-kerfi eða ATAMCS eldflaugar til árása í Rússlandi, af ótta við stigmögnun. Nú á sér hins vegar stað umræða um að draga úr þessum takmörkunum svo Úkraínumenn geti gert árásir á eldflaugakerfi og stórskotaliðsvopn Rússa nærri Karkív, samkvæmt frétt new York Times. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur umræðan ekki enn náð á borð Bidens með formlegum hætti. Blinken er þó sagður hafa það í huga. Rússar hafa á undanförnum vikum gert umfangsmiklar árásir nærri Karkív-borg, í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu. Borgin er sú næst stærsta í Úkraínu og situr í einungis þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Russia struck Kharkiv and Lyubotyn with multiple missiles, leading to casualties and destruction.This heinous attack must remind everyone around the world that Ukraine still urgently needs seven “Patriot” systems. We are very grateful to Germany for announcing one additional… pic.twitter.com/wtJES3l370— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) May 23, 2024 Rússar hafa komið fyrir vopnum þeirra megin við landamærin og eru þau notuð til að gera árásir á úkraínska hermenn og borgara í Karkív. Úkraínumenn hafa ekki getað notað bandarísk vopn til að ráðast á Rússa og draga úr þessum árásum. Úkraínumenn vilja einnig nota bandarísk vopn til árása á rússneska innviði og olíuvinnslur. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á Karkív-borg á undanförnum vikum. Þær hafa komið verulega niður á íbúum borgarinnar.Getty/Vlada Liberova Bretar leyfa árásir Ráðamenn í Bretlandi hafa sagt að Úkraínumenn megi nota „Storm Shadow“ stýriflaugar frá þeim til árása innan landamæra Rússlands. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði nýverið að Úkraínumenn hefðu rétt á því að svara fyrir sig. Þau ummæli leiddu, auk annarra, til þess að Rússar héldu opinberar æfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn á dögunum. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja ráðamanna Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Bandaríkjamenn eru einnig sagðir vera að íhuga að senda bandaríska hermenn til vesturhluta Úkraínu, þar sem þeir myndu koma að því að þjálfa úkraínska hermenn. Það yrði gert í stað þess að senda þá til herbúða í Þýskalandi. Biden hefur hingað til ekki viljað senda hermenn til Úkraínu en verði það gert vekur það upp spurningar um hvernig Bandaríkjamenn myndu bregðast við því ef bandarískir hermenn féllu í árásum Rússa. Rússar gera ekki oft árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Meiri skotfæri á víglínunni Reuters sagði frá því á dögunum að ný skotfæri frá Bandaríkjunum hefðu borist á víglínuna í Úkraínu og að stórskotalið Úkraínu ætti ekki lengur í vanda vegna mikils skorts sem þeir hafa þurft að eiga við á undanförnum mánuðum. Blaðamaður Reuters ræddi meðal annars við hermenn sem tóku þátt í bardaganum um Bakmút í fyrra en þeir sögðu átökin í Karkív vera harðari en átökin um Bakmút. „Það er mun „heitara“ hér. Við höfðum ekki skotfærin þar. Hérna höfum við í það minnsta sprengikúlur, þær eru byrjaðir að berast. Við höfum eitthvað til að vinna með, til að berjast,“ sagði einn hermannanna. Á kortunum frá bandarísku hugveitunni Institute for the study of war má sjá hvernig staðan í Úkraínu er þessa dagana og hvar helstu bardgararnir eiga sér stað. 2/ pic.twitter.com/mMwJkLn06G— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 23, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa skotið geimvopni á sporbaug Bandaríkjamenn segja að Rússar hafi skotið á loft gervihnetti í síðustu viku sem þeir telja að sé vopnum búinn og geti því skotið aðra gervihnetti niður. 22. maí 2024 07:39 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Rússar sagðir hafa skotið geimvopni á sporbaug Bandaríkjamenn segja að Rússar hafi skotið á loft gervihnetti í síðustu viku sem þeir telja að sé vopnum búinn og geti því skotið aðra gervihnetti niður. 22. maí 2024 07:39
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00