Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Sunna Sæmundsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. maí 2024 21:02 Aníta Berkeley heldur hér á hringlu dóttur sinnar Winter Ivy sem lést í haust. Hún er ósátt við skýringar heilbrigðiskerfisins á andlátinu og vill að einhver axli ábyrgð. vísir/Einar Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Winter Ivý kom í heiminn síðasta haust. Þegar hún var tæplega sjö vikna gömul fór móðir hennar með hana á barnaspítalann og hafði miklar áhyggjur af heilsu dótturinnar þar sem hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Sagt var frá máli hennar á Vísi í dag og rætt við móðurina Anítu Berkeley í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég bað um að það yrði tekin blóðprufa en því var neitað. Ég bað um þvagprufu og því var í fyrstu neitað en ég náði að ítreka það og fékk í gegn,“ segir Aníta. Eftir þá prufu var móðurinni sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn sem Anita efaðist um að væri skýringin. „Hún hafði enga orku. Barnið mitt var gjörsamlega máttlaust. Hún var orðin hás og gat ekki öskrað. Fyrir barn sem öskraði meira og minna frá fæðingu, fram að tæplega sjö vikum. Að hafa allt í einu orkuna í að gráta, maður sá að það var eitthvað. En læknarnir voru síbúnir að endurtaka að það væri ekkert að, ég væri bara móðursjúk, og ég reyndi því bara að leiða áhyggjurnar hjá mér.“ Þær fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. „Um miðnætti sofnar Winter en vaknar aftur um fjögur. Ég er með hana og að rugga henni í svona klukkutíma áður en hún sofnar aftur. En upp úr klukkan níu vakna ég aftur og þá liggur hún meðvitundarlaus við hliðina á mér,“ segir Aníta. Winter Ivý lést tæplega sjö vikna gömul síðasta haust.vísir/Einar Aníta fékk krufningarskýrslu í hendur sem hún segir sýna heilaskemmdir sem hafi líklega komið til vegna súrefnisskorts, blett á lunga auk þess að staðfest hefði verið að veirusýking hefði fundist í lungum og blóði. Andlátinu var lýst sem vöggudauða sem Anita segist ekki geta fallist á og vill að einhver axli ábyrgð. „Það er ekki réttlátt gagnvart fjölskyldum þeirra sem eru að missa lífið vegna mistaka eða vanrækslu að enginn þurfi að sæta ábyrgðar. Það er mér mikilvægt fyrir hönd dóttur minnar, eldri dóttur minnar og annarra barna sem koma á eftir henni að einhverju sé breytt innan veggja spítalanna. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið mark á foreldrum barna sem hafa ekki tök á því að tjá sig að fullu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08