Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 08:09 Hlutfall karlmanna sem ekki fer í háskólanám eða hættir því er með því hæsta á Íslandi innan Evrópu. Vísir/Vilhelm Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024. Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024.
Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira