Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 11:01 Takeru Kobayashi er heimsmethafi í kappáti. EPA/ANDY RAIN Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan. Matur Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan.
Matur Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira