Stöndum í lappirnar! Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2024 15:22 Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV. Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinni það líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti. Í kjölfar þessara fylgisbreytinga í könnunum fara af stað pennar sem vilja að fólk kjósi einn svo annar komist ekki að. Kalla þetta að kjósa „strategískt“. Þá þeysast nettröll út á ritvöllinn og eru sjálfum sér ekki til sóma. Ég kalla þetta hræðsluáróður og hvet fólk sem er enn að gera upp hug sinn að láta það ekki hafa áhrif á sig. Það getur nefnilega allt gerst eins og sýndi sig fyrir 8 árum. Nú eins og þá þýtur Halla Tómasdóttir upp í fylgi og er farin að blanda sér í toppbaráttuna. Hvert sem komið er þessa dagana og hvar sem litið er á samfélagsmiðlum talar fólk um Höllu Tómasdóttur. Óskað er eftir nærveru hennar um allt og dagatalið er orðið býsna þétt. Nú ríður á að við stöndum öll í lappirnar og leyfum hjartanu að ráða þegar við merkjum á kjörseðilinn 1. júní. Veljum sterkan leiðtoga á Bessastaði. Sterka og reynslumikla konu sem býr að gríðarlegri reynslu sem nýtast mun í embætti forseta Íslands. Það skiptir máli fyrir kjósendur að þekkja og vita fyrir hvað frambjóðendur standa. Þeir sem ekki þekkja Höllu Tómasdóttur geta gengið að því sem vísu að hún hefur allt sem þarf til að prýða góðan forseta. Hún mun sem forseti vinna fyrir alla Íslendinga með rödd skynseminnar á lofti. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV. Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinni það líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti. Í kjölfar þessara fylgisbreytinga í könnunum fara af stað pennar sem vilja að fólk kjósi einn svo annar komist ekki að. Kalla þetta að kjósa „strategískt“. Þá þeysast nettröll út á ritvöllinn og eru sjálfum sér ekki til sóma. Ég kalla þetta hræðsluáróður og hvet fólk sem er enn að gera upp hug sinn að láta það ekki hafa áhrif á sig. Það getur nefnilega allt gerst eins og sýndi sig fyrir 8 árum. Nú eins og þá þýtur Halla Tómasdóttir upp í fylgi og er farin að blanda sér í toppbaráttuna. Hvert sem komið er þessa dagana og hvar sem litið er á samfélagsmiðlum talar fólk um Höllu Tómasdóttur. Óskað er eftir nærveru hennar um allt og dagatalið er orðið býsna þétt. Nú ríður á að við stöndum öll í lappirnar og leyfum hjartanu að ráða þegar við merkjum á kjörseðilinn 1. júní. Veljum sterkan leiðtoga á Bessastaði. Sterka og reynslumikla konu sem býr að gríðarlegri reynslu sem nýtast mun í embætti forseta Íslands. Það skiptir máli fyrir kjósendur að þekkja og vita fyrir hvað frambjóðendur standa. Þeir sem ekki þekkja Höllu Tómasdóttur geta gengið að því sem vísu að hún hefur allt sem þarf til að prýða góðan forseta. Hún mun sem forseti vinna fyrir alla Íslendinga með rödd skynseminnar á lofti. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun